Samvinnan - 01.02.1981, Page 42

Samvinnan - 01.02.1981, Page 42
Hjörtur Pálsson Fjall staðfestunnar og fljót hverfulleikans Hugleiðingar á áttræðis- afmæli Tómasar Guðmundssonar skálds EGAR hálf önnur öld var liðin frá fæðingu H. C. Andersens, 2. apríl 1955, orti Tómas Guðmundsson „Kveðju til Danmerkur“, þarsemþetta erindi stendur: „En skáld á langar leiðir fyrir höndum því dægrin fylla trúðum öll sín torg og vanabundin hversdagsheyrn er treg. En eins og fræið klýfur harðan klettinn svo iðjar listin, einföld, sönn og hrein, unz ratar hún til fólksins vísan veg.“ Höfundur þessara ljóðlína, Tómas Guðmundsson, varð áttræður 6. jan- úar sl. og hefur um langan aldur átt slíkri ástsæld að fagna með þjóð sinni, að nafn hans laðar fyrirvaralaust fram sérstakan hljóm, lit og birtu, þegar það er nefnt. Engan annan mundi okkur nú detta í hug að kalla þjóð- skáld, en það verður skáld einungis „af þvi hann finnur alveg óumdeilan- lega leiðina að hjarta hvers venjulegs manns“, eins og einn af jafnöldrum Tómasar hefur komist að orði um starfsbróður þeirra. Fátt virðist í fljótu bragði líkt með Tómasi Guðmundssyni og H. C. And- ersen annað en það, að báðir hlýddu þeirri innri rödd, sem kvaddi þá til þjónustu i veröld skáldskaparins. List hins síðarnefnda þurfti miklu lengri tíma en Ijóð Tómasar til þess að sigr- ast á vanabundinni hversdagsheyrn, og þess vegna mátti með fullum rétti líkja henni við fræ, sem klýfur harðan klett. Strengurinn, sem Tómas snart með „Fögru veröld“, vakti hins vegar bergmál, sem þegar í stað barst frá manni til manns. En þeim, sem hand- gengnir eru verkum beggja, mun naumast verða skotaskuld úr því að átta sig á samanburðinum að því leyti sem hann á rétt á sér. Svo ótvírætt hefur list þeirra ratað vísan veg til fólksins, enda hefur hvorugur látið trúðleik dægranna komast upp á milli sín og þeirrar barnslegu einlægni, sem heiminum er svo gjarnt að spilla, en er ásamt næmri skynjun fegurðar, harms og gleði lykillinn að hjörtum mannanna, þegar hún fær að skírast i eldi sköpunarinnar fyrir snilligáfu ósvikins listamanns. Á degi Tómasar Guðmundssonar er lítil ástæða til þess að færa fræðileg rök fyrir ágæti einstakra verka hans eins og oft tíðkast af svipuðu tilefni. Þau hafa sjálf gert það milliliðalaust fyrir lifandi löngu og eru auk þess þeirrar ættar, að sundurhlutun þeirra og útskýringar geta litlu sem engu við þau bætt, og engin hætta er þá á því, að einstaklingsbundin útlistun spilli gleði lesandans. Um þau hefur þó vita- skuld margt verið sagt og skrifað — og margt vel, sem menn geta kynnt sér við annað tækifæri, en af þvi ber að mínum dómi hin ágæta ritgerð Kristjáns Karlssonar framan við „Ljóðasafn“ Tómasar, sem er einstætt verk i sinni röð og ég leyfi mér til hægri verka að benda þeim á, sem kynnu að óska sér öruggrar leiðsagnar inn í veröld ljóða hans. Það væri á hinn bóginn mikill mis- skilningur, ef einhver héldi, að af- mælisbarnið hefði aldrei sinnt öðru en ljóðagerð, þó að hún hafi aflað Tómasi mestrar frægðar og vinsælda og hann hafi aldrei þurft á neinu skrumi að halda til þess að auglýsa list sina eða einkalíf eins og nú er títt um margan, sem ekki treystir því, að hann sé nógu mikill af sjálfum sér. Tómas Guðmundsson sleit barns- skónum austanfjalls, fæddur á Efri- Brú í Grimsnesi 6. janúar 1901, sonur Steinunnar Þorsteinsdóttur og Guð- mundar Ögmundssonar bónda þar, sem bæði voru Árnesingar. Hjá þeim ólst hann upp á bökkum Sogsins, sem hann sagði einhvern tima, að sér hefði alltaf fundist bera það með sér að 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.