Samvinnan - 01.02.1981, Page 43

Samvinnan - 01.02.1981, Page 43
Strengurinn, sem Tómas snart með Fögru veröld, vakti bergmál, sem þeg- ar í stað barst frá manni til manns. vera göfugrar ættar — og bætti viö: „Innstu töfra þess skynjar sá einn, sem vaknað hefur hvern vormorgun bernskunnar við fossnið í hjarta sínu, en þá þarf lika ungur drengur á mikl- um sálarstyrk að halda, ef hann á ekki að verða skáld.“ Frá bernskudögum hefur þetta tæra fljót minnt Tómas Guðmundsson á uppruna hans og ver- ið eitt þeirra tákna, sem ríkt hafa yfir skáldskap hans, en frá flúð þess og streng lá leið hans til Reykjavikur i skóla. Stúdentsprófi lauk Tómas i Reykjavík 1921 og prófi í lögfræði frá Háskóla íslands fimm árum seinna. Að þvi loknu var hann um þriggja ára skeið málflutningsmaður í höfuðborg- inni, en hætti þá að praktisera og var starfsmaður á Hagstofu íslands frá 1928—43. Öllum, sem með slíku fylgjast, er kunnugt, að á seinni striðsárunum hóf Ragnar Jónsson útgáfu timarits um bókmenntir og önnur menningarmál og kallaði „Helgafell.“ Ritstjórn þess fól hann Tómasi Guðmundssyni og Magnúsi Ásgeirssyni, skáldbróður hans og skólafélaga, og er skemmst frá því að segja, að undir ritstjórn þeirra 1942—46 hélt það slíkri reisn, að á það bregður enn ljóma, hvort sem miðað er við þau ár eða það, sem síð- an hefur gerst. Þegar það var endur- vakið 1953, var Magnús horfinn úr rit- stjórninni, en ritið kom þá út til 1955, og bæði þá og á dögum „Nýs Helga- fells,“ 1956—59, stóð Tómas að rit- stjórn þess ásamt fleirum. Þar að auki stýrði Tómas tímariti M.F.A., „Mönn- um og menntum,“ 1951—52. Nú er það alkunna, að Tómas Guð- mundsson er með skemmtilegri mönn- um i viðkynningu, hrókur alls fagn- aðar á góðu dægri og aufúsugestur í hverju samkvæmi þar sem glaðir gleðj- ast með glöðum. Af andriki hans, spaugsyrðum og hnyttnum tilsvörum Tómas Guðmundsson skáld. o '|cgu-co . CKXJLsgSr-) c»J2JLccco Rithönd Tómasar Guðmundssonar. 43

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.