Samvinnan - 01.12.1981, Page 21

Samvinnan - 01.12.1981, Page 21
minntist hann hennar og augun flutu í tárum. Hann unni henni heitar en ökrunum, heitar en hryssunni. Og hann bar lika lotningu fyrir henni. Þó hann væri snauður þegar hann kvænt- ist þá hafði hann þraukað. „Fátækt og allsleysi eru smámunir svoframarlega- sem maður á góða konu,“ sagði hann. í þá daga var enn við lýði á Kritey sá ævaforni siður kvenna að hafa heitt vatn til reiðu handa húsbóndanum þegar hann kom á kvöldin heim af ökrunum; svo krupu þær niður og þógu fætur hans. Kvöld eitt kom afi heim frá vinnu úrvinda af þreytu. Hann settist í garðinum, og kona hans kom með fat af heitu vatni, kraup fyrir framan hann og teygði fram hendur til að þvo rykuga fætur hans. Afi horfði á hana ástúðlega; hann sá hendur hennar, skorpnar af stritinu innanstokks, hár hennar sem var tek- ið að grána. Hún er orðin gömul, vesalingurinn, hugsaði hann með sér; hár hennar hefur gránað í sambúðinni við mig. Hann aumkaðist yfir hana, lyíti fæti og sparn i vatnsfatið svo það rauk um koll. „Frá og með þessum degi kona,“ sagði hann, „hætturðu að þvo fætur mína. Hvað sem öðru líður þá ertu ekki ambátt min, þú ert kona min og „lafði“.“ Dag einn heyrði ég hann segja: „Hún brást mér aldrei að neinu leyti... utan einusinni. Megi Guð vera sál hennar liknsamur." Hann varp öndinni og þagnaði. En eftir stutta stund: „Á hverju kvöldi stóð hún náttúrlega i dyragættinni og beið mín, að ég kæmi heim af ökrun- um. Hún kom hlaupandi og létti á mér meiðþví að taka verkfærin af öxl minni; svo gengum við saman í bæinn. En eitt kvöld gleymdi hún sér. Hún kom ekki hlaupandi á móti mér, og hjarta mitt nötraði. Hann krossaði sig. Hann var einlægt í svörtum stígvélum, skærbláum sunnu- dagsbrókum og með hvítan höfuð'klút bládoppóttan. Og í höndunum lá alltaf sama gjöf- in: grís ofnsteiktur vafinn gul- aldinlaufi. (Teikning: Arni Elfar). 21

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.