Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 21
minntist hann hennar og augun flutu í tárum. Hann unni henni heitar en ökrunum, heitar en hryssunni. Og hann bar lika lotningu fyrir henni. Þó hann væri snauður þegar hann kvænt- ist þá hafði hann þraukað. „Fátækt og allsleysi eru smámunir svoframarlega- sem maður á góða konu,“ sagði hann. í þá daga var enn við lýði á Kritey sá ævaforni siður kvenna að hafa heitt vatn til reiðu handa húsbóndanum þegar hann kom á kvöldin heim af ökrunum; svo krupu þær niður og þógu fætur hans. Kvöld eitt kom afi heim frá vinnu úrvinda af þreytu. Hann settist í garðinum, og kona hans kom með fat af heitu vatni, kraup fyrir framan hann og teygði fram hendur til að þvo rykuga fætur hans. Afi horfði á hana ástúðlega; hann sá hendur hennar, skorpnar af stritinu innanstokks, hár hennar sem var tek- ið að grána. Hún er orðin gömul, vesalingurinn, hugsaði hann með sér; hár hennar hefur gránað í sambúðinni við mig. Hann aumkaðist yfir hana, lyíti fæti og sparn i vatnsfatið svo það rauk um koll. „Frá og með þessum degi kona,“ sagði hann, „hætturðu að þvo fætur mína. Hvað sem öðru líður þá ertu ekki ambátt min, þú ert kona min og „lafði“.“ Dag einn heyrði ég hann segja: „Hún brást mér aldrei að neinu leyti... utan einusinni. Megi Guð vera sál hennar liknsamur." Hann varp öndinni og þagnaði. En eftir stutta stund: „Á hverju kvöldi stóð hún náttúrlega i dyragættinni og beið mín, að ég kæmi heim af ökrun- um. Hún kom hlaupandi og létti á mér meiðþví að taka verkfærin af öxl minni; svo gengum við saman í bæinn. En eitt kvöld gleymdi hún sér. Hún kom ekki hlaupandi á móti mér, og hjarta mitt nötraði. Hann krossaði sig. Hann var einlægt í svörtum stígvélum, skærbláum sunnu- dagsbrókum og með hvítan höfuð'klút bládoppóttan. Og í höndunum lá alltaf sama gjöf- in: grís ofnsteiktur vafinn gul- aldinlaufi. (Teikning: Arni Elfar). 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.