Samvinnan - 01.12.1981, Síða 23

Samvinnan - 01.12.1981, Síða 23
Ég man aðeins eftir einu atviki þegar kynlegum bjarma brá fyrir í augum móður minnar, og hún hló og skemmti sér eins og daginn sem hún trúlofaðist... minn studdi fingri á öxl mér og lét mig setjast. Móðir mín var óþekkjanleg aS sjá; það lýsti af andliti hennar einsog regn og eldingar léku um það. Hún setti hnykk á höfuðið. Ég minntist þess að langt hrafnsvart hárið lá skyndilega laust og féll niður herðar henni, nam við mjaðmir. Hún hóf sönginn ... Hvílík rödd: djúp, blíð, svolítið kverkmælt, ástríðufull. Hún lygndi augunum til föður mins, og söng manvísu sem ég mun aldrei gleyma. Ég skildi ekki þá hversvegna hún söng þessa vísu, né fyrir hvern. Síðar, þegar ég komst á legg, skildi ég það. Augu hennar véku ekki af föður mínum, ljúf röddin þrungin stilltri ástríðu. Hún söng: Hvi gróa ekki blóm á götunni sem hann fer? Hví breytist’ann ekki í örn sem gullnum vængjum ber? Eg leit undan til að þurfa ekki að sjá föður minn, til að þurfa ekki að sjá móður mína. Að glugganum gekk ég, þrýsti enni að rúðunni og horfði á regnið falla og éta jörðina. Daglangt flæddi úr gáttum him- insins. Nóttin var skollin á; út að sjá var allt dimmgrátt, himinn og jörð orðin sambreiskja, umhverfið í forareðju. Það var kveikt á lömpum. Menn skipuðu sér meðfram veggjun- um. Borð og stólar voru færð til að rýmka plássið; jafnt unglingar sem aldraðir ætluðu að dansa. Á háfættum stól útá miðju gólfi mundaði gigjarinn bogann liktog sverð, tuldraði lagstúf í gegnum skeggið, og hóf lagið. Fætur fóru að iða, mannslíkaminn viðraði vængina, karlar og konur horfðust í augu og stukku á fætur. Fyrst til að stíga dansinn varð fölleit grannvaxin kona, um fertugsaldur, með rauðgular varir því hún hafði núið um þær val- hnotulaufi, gljásvart hárið smurt lár- viðaroliu svo það sindraði. Ég varð óttasleginn þegar ég leit við og sá hana: um augun voru dregnir dimm- bláir baugar, og kol-kolsvört sjáöldrin blikuðu djúpt inní höfðinu; nei blik- uðu ekki, loguðu. Um tíma fannst mér hún horfa á mig. Ég þreif i pils móður minnar, mér fannst þessi kona ætla að grípa í handleggina á mér og fara með mig i burtu. ,.Eravó, Súrmelína!“ hrópaði gamall raumur með geitarskegg. Hann stökk til hennar, þreif af sér svartan klútinn, rétti henni eitt hornið, tók í annað sjálfur, og bæði tvö — uppljómuð, hnarreist — hófu þau dansinn, grönn og bein einsog kerti. Konan var í tréskóm; hún barði þeim í gólffjalirnar, barði þeim af krafti, og allt húsið skalf. Hvít háls- slæðan losnaði. Nasir hennar þöndust, sulgu loftið; allt umhverfis kraumaði 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.