Samvinnan - 01.12.1981, Side 35

Samvinnan - 01.12.1981, Side 35
Hver og einn þarf að beita eigin atorku og vitsmunum til að ráða fram úr aðsteðjandi vandamálum. Frá fundi kaupfélagsstjóra 1981. I ræðustóli er Steingrím- ur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra, en hann var gestur fundarins. sagði Haukur Ingibergsson frá ýmsum ráðagerðum og hugmyndum varðandi 100 ára afmæli samvinnuhreyf- ingarinnar á næsta ári. Ákveðið er að aðalfundur Sambandsins verði haldinn á Húsavik 18. og 19. júní, og 20. júní verður hátíðarsam- koma að Laugum í Þingeyj- arsýslu. Afmælisins verður einnig minnzt með ýmsum öðrum hætti, svo sem gerð kvikmyndar um starfsemi samvinnuhreyfingarinnar, sérstökum afmælistilboðum kaupfélaganna til félags- manna sinna og útgáfu bóka og minjagripa. Haukur hvatti fundarmenn til að halda myndarlega upp á af- mælisárið og sýna þjóðinni, að samvinnumenn hefðu ekki til einskis starfað í heila öld. Þá flutti Geir Magnússon framkvæmdastjóri Fjár- máladeildar ítarlegt erindi um útlán og vexti, en um kvöldið var fundarmönnum boðið að heimsækja Kaup- félag Árnesinga á Selfossi og skoða hina nýju og glæsilegu kjörbúð félagsins. • Tímamót í efnahagsmálum Kaupfélagsstjórafundurinn hélt áfram á laugardags- morgun, og hófst með á- varpi Steingríms Hermanns- sonar sjávarútvegsráðherra. í upphafi þess lét hann svo ummælt, að því betur sem hann kynntist þjóðmálun- um, því sannfærðari væri hann um að leiðin til jöfn- unar lífskjara milli ein- staklinga og landshluta lægi i gegnum samvinnuhreyf- inguna. Steingrimur sagði, að um þessar mundir væru eins konar timamót í efnahags- málum okkar. Núverandi rikisstjórn hefði náð nokkr- um árangri í glímunni við verðbólguna; hún yrði rúm- lega 40% á þessu ári, en hefði stefnt í 70—80% fyrir stjórnarskiptin í fyrra. Hins vegar væri hætta á. að hún ykist aftur í yfir 50% á næsta ári, svo að enn þyrfti að grípa til nýrra úrræða. Steingrímur kvað skiljan- legt, að ríkisstjórnir reyndu eftir mætti að hamla gegn neyðarúrræði eins og geng- isfellingu, en lýsti þeirri skoðun sinni, að dregið hefði verið of lengi að aðlaga gengið kostnaðarhækkunum innanlands, og hefði það valdið atvinnuvegunum miklum erfiðleikum. • Veruleg hækkun fiskverðs Varðandi ákvörðun fisk- verðs um áramótin sagði Steingrímur. að það hlyti að hækka verulega. Væri það ískyggileg þróun, þar sem engin grein sjávarútvegsins þyldi mikla hækkun. Um veikari samkeppnisaðstöðu okkar á erlendum fiskmörk- uðum sagði hann, að styrkir samkeppnisþjóða okkar til sjávarútvegs væru verulegir, en verið væri að athuga það mál nánar og afla ná- kvæmra upplýsinga um það. • Of lág sölulaun á búvöru Á fundinum kom fram, að kaupfélagsstjórar og aðrir forsvarsmenn samvinnu- hreyfingarinnar telja, að sölulaun á búvöru í smásölu hafi um langt skeið ekki nægt fyrir sannanlegum dreifingarkostnaði. í tilefni af því var svohljóðandi til- laga samþykkt: „Kaupfélagsstjórafundur haldinn að Holtagörðum 20. og 21. nóvember 1981 sam- þykkir að fara þess á leit við viðskipta- og landbún- aðarráðherra, að þeir beiti sér fyrir því innan ríkis- stjórnarinnar að ákvörðun um sölulaun á búvöru i smásölu verði í framtiðinni ákveðin af Verðlagsráði." ♦ G. Gr. Séð yfir salinn í Hoitagörðum, þar sem kaupfélags- stjórar hvarvetna að af landinu eru mættir til að bera saman bækur sínar. MYNDIR: KRISTJÁN PÉTUR GUÐNASON 35

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.