Samvinnan - 01.12.1981, Page 41

Samvinnan - 01.12.1981, Page 41
og kirkjugarðurinn, kirkjan og brunn- urinn. já eða þá fuglarnir og brimið. Það var þvi sjálfsagt mál að Jón í Möl færi i bankann og gæfi skýringar á framferði almættisins. loftvogarinn- ar og segulnaglans umrædda daga. En að hann kæmi ekki aftur úr svoleiðis ferð, var á hinn bóginn allt annað mál. Það vakti umtal. Anna sagði hinsvegar ekkert. Hún vissi um Vikina. Og hún sagði heldur ekkert, eftir að brakið úr honum Barða byrjaði að skolast upp í bleika fjöruna. Fyrst kom ganneringin, þá lestarlúg- urnar þrjár. Síðan partur úr stýrishús- inu og eitt og annað lauslegt, þá hlutar úr lúkarskappanum. En loks hætti að reka og þá voru víst aðeins eftir hvít rifbeinin úr honum Barða á botninum og þau föðmuðu að sér kalda, ryðgaða vélina og gegndrepa fúndamentin. í svona þorpum þekkja menn ekki aðeins hvern bát langt að, heldur líka hverja fjöl og planka. Næstum þvi hvern einasta kvist og hverja æð í rökum viðnum. Það var ekki um neitt að villast, brakið var úr honum Barða. Og nú voru liðin mörg ár. Anna sat löngum á skörinni, sem þau nefndu eldhús, ellegar við glugg- ann og hafði milli handanna einhver verk. í rauninni hafði ekkert breyst. Hér GLEÐILEG JÓL Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG ÖNFIRÐINGA Flateyri áður hafði hún hugsað talsvert um himnaríki og eilífðina, þegar lífsþörf- in leyfði henni að hugsa um annað en vinnu. En nú hugsaði hún um Víkina hans Jóns í Möl, en minna um himna- ríki og engla. Hvernig skyldi aflandsvindurinn hegða sér á Víkinni þar? ♦ 41

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.