Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 51

Samvinnan - 01.12.1981, Qupperneq 51
þvotturinn þeirra blakkur. Enda víst engin furða. í þessum sveitum fossa engir blátærir fjallalækir við bæjarvegginn. Allt er brúnt og skrælnað og hyllst er til að byggja bæina í svalandi skugga limríkra eika. Á stöku stað sáum við uppi á hæðum rústir af gömlum vindmyllum, sem líklega hafa verið notaðar til að dæla vatni upp úr brunnum. Ekki hef ég hugmynd um hvernig vatnsöflun er hátt- að þarna nú á dögum. Við ókum gegnum fjölda- mörg sveitaþorp, stór og smá, með framandlegum nöfnum, svo sem Bensafrim, Alfambras, Aljezur og Maria Vinagreo. Mig minnir að það væri í Rogil, sem við fengum okkur bika, hnaus- þykkt, svart kaffi á þorps- kránni. Úti fyrir stóð lítil asnakerra hvar í sátu þrjú feimnisleg sveitabörn og biðu eftir því að pabbi þeirra legði örfáar melónur inn í verslunina þarna fast við. Santiago er allstórt þorp utan marka Algarve. Þar fengum við okkur hádegis- hressingu í lítilli krá í út- jaðri þorpsins. Kráareigand- inn, laglegur og vingjarn- legur miðaldra maður, smurði handa okkur sam- lokur í höndum sér. Sem álegg völdum við pylsu, sem hann sótti eitthvað bakatil og sýndi okkur. Okkur leist hvorki á reyktu skinkuna, sem hékk í heilum lærum yfir afgreiðsluborðinu og skornir voru úr bitar eftir þörfum, né skorpinn og sýnilega glóðvolgan ostinn, geymdan óbyrgðan inni í borðinu. Þarna voru til skrauts uppstoppaðir fuglar og refur, greinilega með margra ára ryklagi, skraut- skildir úr blámáluðum skelj- um á veggjunum, en upp á þá miðja voru innmúraðir fjörusteinar i munstrum og lakkað vel yfir. Einn þorps- búinn kom inn með litla dóttur sína og fékk sér steik og hveitibrauð og rauðvíns- glas og litla daman kvaddi ljóshærða ferðalanginn fús- lega með kossi eftir að hann hafði gefið henni dós með gotteríiskúlum. Þarna skammt frá Santi- ago tók við fjögurra akreina hraðbraut til Lissabon. Ekki veit ég hvort þriðjudagur er einhver sérstakur markaðs- dagur, en þarna var á nokkru svæði meðfram hraðbrautinni hvert sölu- skýlið við annað troðfullt af þeim stærstu og girnileg- ustu vatnsmelónum, sem ég hef augum litið. Klukkan var um hálf fimm e.h. þegar við ókum framhjá risastóru Kristslíkneskinu og yfir tveggja km langa Salazarbrú yfir Tejo og inn í Lissabon. Okkur gekk vel að rata á hótelið okkar, Vip, við Fernando Lopes götu, enda bein og greið leið frá Pombal hringtorginu við enda breiðgötunnar Avenida da Liberdade eftir breiðgöt- unni Avenida Fontes Perira de Malo. • Gómsætur humarbiti — og betlarar Eftir að hafa þvegið af okkur ferðarykið og haft fataskipti, drifum við okkur strax út til að nota nauman timann. Og til þess að skoða og njóta sem flests, prófuð- um við „Metro“ eða neðan- jarðarlest Lissabonbúa og ókum niður fyrir miðja Avenida da Liberdade, sem kölluð hefur verið Champs Elysées Lissabon. Við geng- um svo niður það sem eftir var af þessari firnabreiðu götu, en settumst þá niður á troðfullan útiveitingastað og fengum okkur portvíns- glas fyrir matinn. Þarna gengu betlarar milli borð- anna. Ungur maður sýndi röntgenmynd, sem sanna átti að hann hefði tiltekinn sjúkdóm og leyfi yfirvald- anna til að betla ásamt \r,T~-r------------------------------------------------------------------a • \ \ \ / - Sendum öllum viðskiptavinum og starfsfólki beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf á liðnum árum KAUPFÉLAG LANGNESINGA Þórshöfn Sendum öllum meðlimum vorum og starfsfólki um land allt beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Vopnafirði 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.