Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 1
Kaupfjelagsskapurinn.
i.
Fyrir fáum árum ritaði jeg grein »um samvinnukaup-
fjelög (Búnaðarritið XX. árg., bls. 69—92) og lýsti að
nokkru kaupfjelagsskapnum hjer á landi, eins og hon-
um hafði verið háttað að undanförnu og breytingum
þeim, er hann hefði tekið. Komst jeg að þeirri niður-
stöðu, að þessum fjelagsskap væri í ýmsu tilliti áfátt,
eins og við væri að búast, og kaupfjelögin hefðu, fram
að þeim tíma verið pöntunarfjelög, fyrst og fremst. Það
var kannast við það fullkomlega, í grein minni, að kaup-
fjelagshugsjónin hefði að vísu verið Ijós mörgum fröm-
uðum þessara fjelagshreifinga, en að ervitt hefði gengið
að fullnægja þeirri hugsjón í framkvæmdinni.
Ýmsum mönnum þótti sumt miður mælt í þessari
grein minni, og fundu ástæðu til, þá og síðar, að gera
»athugasemdir« við umsögn mína. (Sbr. »Norðra« I. 30.
1906, og »Tímarit fyrir kaupfjelög og samvinnufjelög«,
II. ár, 1908.)
Það er nú eigi ætlun mín að fara að svara þeim
mönnum, er um þetta hafa ritað, enda eru ummæli þau
sem hjer er átt við, og vitnað er til, aðallega miðuð við
kaupfjelagsskapinn í Pingeyjarsýslu. það er verið að
sýna fram á það, að »Kaupfjelag þingeyinga- hafi reynt
og tekizt að miklu leyti, að fullnægja hugsjón kaupfje-
lagsskaparins, þegar frá byrjun, og að jafnvel allar sam-
6
L