Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 7
75
ig, að þeirra eigiri ágóði af verzluninni yrði sem mestur.
Hinu skeyttu þeir lítið, að innleiða nýjar og hentugar
vörur, eptir hæfi landsmanna, eða efla vöruvöndun á
báðar hliðar.
Með stofnun kaupfjelaganna, og síðan smjörbúa og
sláturhúsa, ásamt stórkostlega endurbættum samgöngum
við umheiminn hefir verzlunin hjer á landi tekið ákaf-
lega miklum breytingum. Nú eru það ekki lengur hinir
útlendu selstöðukaupmenn sem hjer ráða, alfarið, lögum
og lot'um í verzlunarmálum. Vjer höfum nú frjáls og
bein viðskipti við útlönd, eða getum hæglega hagað svo
ráði voru. Og það sem nú ræður aðallega verðlagi á
hinum ýmsu vörum hjer á landi, er heimsmarkaðurinn.
Um kaupfjelögin er það að segja, að þau eru, eða
verzlun þeirra, eign þeirra manna, sem eru fjelagsmenn.
Kaupfjelagið, eða stjórn þess, sem valin er af fjelags-
mönnum sjálfum, ræður verðlagi á vörum fjelagsins og
fer í þeim efnum eptir fyrirfram ákveðnum reglum, er
settar hafa verið á fundum fjelagsins. það eru því fje-
lagsmenn sjálfir sem bæði eru eigendur fjelagsverzlunar-
innar og ráða, beinlínis og óbeinlínis, verðlaginu í fje-
laginu.
Fyrir því er þessi samkeppniskenning í sambandi við
samvinnufjelögin alfarið óþörf, hvernig sem á málið er
litið, eða öllu heldur skaðleg. Kaupfjelögunum er það
hollast og bezt, að sem flestir skipti við þau, og kaupi
hjá þeim allar sínar nauðsynjar, með öðrum orðum:
verzli við þau að öllu leyti. Þetta er einnig hverjum ein-
stökum fjelagsmanni fyrir beztu, þar sem hann er með-
eigandi í kaupfjelaginu. Agóðinn af verzluninni lendir
þá einn og óskiptur hjá fjelagsmönnum og það er eitt
af aðalatriðum kaupfjelagsskaparins, og ein hin sterkasta
máttarstoð hans.
í sambandi við það, sem sagt hefir verið um verzlun
kaupmanna er vert að geta þess, að síðustu árin hafa
verið gerðar tilraunir til þess að stofna »miljónafjelög«