Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 11

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 11
79 svipinn fyrir margan mann, að geta fengið verzlunarlán, þegar mikið lá á. En óhætt mun að segja að almargir eru þeir, sem alveg að þarflausu hafa notað sjer þetta lánstraust sitt hjá kaupmönnum, til þess einkanlega, að þurfa ekki að snara út vöxtum af lánsfje því, er þeir annars þurftu á að halda. Menn hafa yfir höfuð að segja litið svo á, að þessi verzlunarlán væru bæði hagkvœm og ódýr, og þau virðast enda vera það, fljótt á litið. En við nánari athugun mun það koma í Ijós, að svo er ekki í raun og veru. Skal eg eigi, að þessu sinni.útlista það nákvæmlega, en að eins benda á þetta: Kaupmaðurinn verður að sjá svo til að hann fái vexti af útlánsfje sínu, og þá helzt ríflega, sökum áhættunnar, og vexti þessa er varla annarstaðar að fá en hjá lántakendum, á ein- hvern hátt. Lánþeginn er staðbundinn með viðskipti sín, og getur því optlega farið á mis við ýmislegan verzlunar- hagnað fyrir þær sakir, og þar við bætist enn, eptir vana- legum hugsunargangi manna og óvarfærni, að þegar nær því altaf er »tekið út< í skuldarreikning, þá hættir mönn- um við því að láta fjölina fljóta«, optlega án þess að grennslast eptir því, hvernig skuldin vex miklu hraðari stigum en kraptarnir til greiðslunnar heima fyrir. F’á er þess að gæta, þegar um bændur er að ræða, að verzlun þeirra er tíðast bundin við vissa árstíma. F’annig er því varið með sveitabændur, að verzlun þeirra fer aðallega fram vor og haust. F*á selja þeir sínar vör- ur, eða fá þær borgaðar, svo sem ull, smjör, kjöt og fl. Ef þeir því þurfa að útvega sjer vörur til heimila sinna, á öðrum tímum ársins, einkum að vetrinum til, þá verða þeir opt að fá þær að láni, t. d. fram í næstu vorkaup- tíð. Af þessu leiðir að bezt mundi að kveða svo á í lög- um fjelaganna, eða reglugerðum þeirra, ellegar annars semja svo um við bændur, að þeir jafnan borguðu upp skuldir sínar tvisvar á ári. Jafnframt þessu mundi það tryggilegast, að kveða svo á, að hæfilegir vextir væru greiddir af öllum lánum, er menn fengju í fjelögunum,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.