Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 15
83 þessari aðferð er komið í veg fyrir óeðlilega og skaðlegá samkeppni milli kaupmanna og fjelaganna og með þessu móti verða freistingarnar minni til ýmislegra verzlunar- bragða og undirferlis í viðskiptunum. Þá er kaupfjelögunum nauðsynlegt að vanda sem allra bezt til innkaupa á vörunum, ekki að eins hvað snertir verðlag þeirra, heldur engu síður hvað gœði þeirra á- hrærir, og að þær svari sem bezt til almennra þarfa. í dómum manna og samanburði á fjelagsvörum og kaup- mannavarningi er það einatt þetta atriði, sem ekki er nógsamlega tekið til greina. Það eru mikilsverð meðmæli með hverju kaupfjelagi sem er, ef það hefir aðeins góðar vörur á boðstólum og óskemdar. Fjelögin þurfa einnig jafnan að vera birg af þeim vörutegundum sem vanalega er mikil eptir- spurn eptir af fjelagsmönnum. Prjóti vörur innan fje- laganna á óhentugum tíma, þá hnekkir það þeim tilfinn- anlega. það gerir bæði að auka fjelagsmönnum óþægindi og skaða og heptir viðskiptin og rírir þau. Fjelagsmenn verða þá opt neyddir til þess að fara til kaupmanna og kaupa hjá þeim nauðsynjavörur með hærra verði en ella hefði verið. Þetta gerir menn óánægða með fjelagsskap- inn og dregur frá fjelögunum. En þó er það einna verst, ef þetta kemur optlega fyrir, að fjelagið getur þá eigi sýnt það, að það hafi krapt til að vera sjálfstætt og fje- lagsmönnum fullnægjandi í verzlunar efnum, sem hvert vel stofnað fjelag, með góðri forstöðu, á að vera og getur einnig verið. Komið hefir það í Ijós með einstök kaupfjelög, að þau hafa byrjað á því, að keppa hvert við annað með verðið á útlendu vörunni. Petta verð eg að telja óeðlilegt og ó- heppilegt. Bezt færi á því, að fjelögin hefðu samband sín á milli, að því er verðlagið snertir. Pannig lagað samband er að minnsta kosti nauðsynlegt meðal ná- grannafjelaga, hvar sem er á landinu, til þess að útiloka óeðlilega og hættulega samkeppni milli þeirra innbyrðis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.