Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 18

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 18
86 vinnufjelögin ti! þess að sinna þessu niáli og gefa nokk- urar verulegar upplýsingar. Menn eru, nærri því almennt, svo tregir og tómlátir í því að safna saman efninu í yfirlitsskýrslu og senda þetta svo frá sjer. Pess vegna væri það æskilegt að öllum samvinnufjelögum, hjer á landi, —kaupfjelögum, smjörbúum ogsláturhúsfjelögum,— væri gert að lagaskyldu, að gefa árlega sundurliðaðar skýrslur um alla starfsemi sína og rekstur, ásamt yfirliti yfir hag fjelagsins við hver reikningslok. Skýrslur þessar ættu svo að sendast Stjórnarráðinu eða jafnvel Búnaðar- fjelagi íslands. Til hægðarauka og ljettis væri sjálfsagt að gefa út eyðublöð undir skýrslurnar. Skýrslur þessar, sem hjer er gert ráð fyrir, mundu gera hvoru tveggja: að frœða almenning um skipulag og starfsemi samvinnufjelaganna og hvetja margan mann til þess að ganga í þess konar fjelagsskap og styðja hann. Væri þá eigi með öllu til ónýtis unnið. Annars vonum vjer allir, sem unnum samvinnufjelags- skap, að hann eigi góða framtíð hjer á landi, og að með honum og fyrir hann verði margt framkvæmt sem horfir landi og þjóð til gagns og blessunar. Sigurður Sigurðsson.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.