Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 21
89
ur lítið annað verið en orðaijelag, meðan svona er ástatt;
en framkvœmdarí]e\ag, með nokkru verulegu trausti inn-
byrðis og út á við, getur það ekki verið, meðan eigi er
bætt úr þeirri vöntun, sem drepið hefir verið á hjer að
framan.
Þetta kom, meðal annars, tilfinnanlega í ljós á síðasía
aðalfundi sambandsfjelagsins (13. tölul.), þegar tilrætt varð
um peningavandræði kaupfjelaganna og skort á lánstrausti.
Þá átti að safna saman á fundinum »öllum fáanlegum
upplýsingum um efnahag og starfsemi fjelagsdeildanna«.
Tilraun í þessa átt, sem gerð var, varð árangurslaus, af
því efnið í skýrsluna sem um þetta átti að koma fram,
var ekki nándar nærri fáanlegt, eins og þá stóð á. Það
var því eigi unnt fyrir fundinn að átta sig á hinu sam-
eiginlega ástandi fjelaganna, og því síður var hægt að
*eggja nokkuð ábyggilegt í þessu máli fram fyrir banka-
stjórnirnar í Reykjavík í þeim tilgangi að auka lánstraust
fjelaganna, sem með fram var tilgangur fundarins. A
slíku var þó hin fyllsta þörf, því traustið var mjög af
skornum skamti, eins og reyndar var að vænta í peninga-
dýrtíðinni, með nýafstaðin dæmi þess, hve valt getur ver-
ið völubeinið á sumum »bændafjelögunum«, en hinsveg-
ar eigi hægt að sýna það, hver þróttur og trygging var
til hjá lánbeiðendum. Fjelögin mega því, að talsverðu
•eyti kenna eigin hirðuleysi, yfirlitsleysi og samtakaskorti
um peningavandræði sín nú á tímum.
Að líkum brunni mun bera með hvað eina í samtaka-
áttina í stærri stýl, meðan ábyggilegar skýrslur vanta; og
meðan svo er, mun það einnig reynast auðveldara að
brjóta sundurdreifða stafina, þegar öll samtengingarbönd
vantar.
Qagnvart hverjum einstökum fjelagsmanni er vöntun á
yfirliti og rjettum skýrslum um hag hvers eigin fjelags
engu síður lamandi og tilfinnanleg, en gagnvart yfirgrips-
meiri samvinnu. Fjelagsmenn verða því almennt að láta
Þetta atriði alvarlega til sín taka, hrista af sjer mókið og sljó-