Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 31
99 anna. í þeim tilgangi mun og sambandskaupfjelagið vera stofnað, og vænti eg að heyra frá því nytsamar nýungar í framkvæmdaráttina til sameiginlegra umbóta. Horfurnar eru slæmar með ísienzka verzlun yfir höf- uð að segja, nú sem stendur. þó að einstöku kaupfjelag standi með pálmann í höndum, og fjárhagur þess sje í góðu lagi, þá er, því miður, allt of óvíða mikil framför að kaupfjelögunum svo að hún sjáist berlega í ástæðum bænda og almennings yfirleytt í hinum ýmsu sýslufje- lögum . . . Pað sem allir bændur vilja ná í verzlun sinni er þetta: að kaupa útlendan varning svo ódýrt, sem kostur er á, og hitt, að koma sínum innlendu vörum í sem hæst verð. Að þessu takmarki stefna hugsanir bænda í verzlunar- málum, og því er það að þeir hafa, margir hverjir, ver- ið með annan fótinn í kaupfjelagi, en með hinn hjá kaupmönnum. Pöntunarvaran hefir orðið þeim til muna ódýrari, en aptur á móti hafa ríkir og kappsfullir kaup- menn reynt að yfirbjóða íslenzku vöruna og sprengja hana upp, opt sjer í stórskaða, skoðað út af fyrir sig, og má þar tilnefna mörg dæmi. Verst af öllu er það, að eyðsla bænda hefir aukizt hjer um bil í hlutfalli við það sem nemur hagnaðinum af auknum viðskiptum’ í kaup- fjelaginu. það má eigi halda lengur þannig áfram, að engin fyrirhyggja sje sýnd með ýmsan tilkostnað og fyr- irkomulag meðal kaupfjelaganna. Bændafjelögin þurfa að fara í aðra stefnu en kaup- mannaverzlanir, og mega alls eigi sníða fyrirkomulag sitt eptir kaupmönnum; því þó svo virðist að þeir hafi grætt á verzlun, þá er það að eins á góðum verzlunarárum, og hitt er deginum ljósara, að margir þeirra hafa tapað stórmiklu. Nú er svo komið, að eptir þau góðæri sem verið hafa, þá hafa bændur safnað skuldum, við kaup- menn og kaupfjelög, og það miklu meira en eðlilegt hefði verið fyrir verðhækkun útlendrar vöru, árin 1907 og 1908. í flestum kaupfjelögunum er sparnaðarins of

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.