Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 32
100
lítið gætt; hvort sem um stofnfje eða lánsfje er að ræða,
þá er of mikið fje látið vera fastbundið. Jeg hefi vitað
þau byggja hús er kostað hafa of fjár, en svo hafa
staðið vörulítil, allt árið í kring að heita má. Pau hafa
stofnað söludeildir og ráðið ráðum sínum sem líkast
því er kaupmenn gera, en þá hefir margt viljað út af
bera með ágóðann . . .
Það er því eitt sparnaðaratriðið að fara hæfilega hægt
af stað með byggingar og sæta þar haganlegum tæki-
færum. Annað mikilvægt sparnaðaratriði væri það, að
komast af með færri þúsundir í veltufje en notaðar eru.
Nú á tímum virðist mjer, eigi að eins hjá kaupmönnum
heldur og í söludeildum bændafjelaganna, vera óþarflega
mikið fje, sem liggur í óseldum vörum, má ske allt árið
um kring. Við þetta sýnist vera eitthvað bogið. Gangi
maður fram hjá búðunum í Reykjavík og víðar, þá get-
ur manni ógnað að sjá hve margir tugir og hundruð
þúsunda að liggur þar af vörum. Opt hafa margar búð-
ir alveg sömu vörurnar og hver keppist á við annan að
hafa sem flest á boðstólum. Rannig verður rentutapið
ákaflega mikið og það verður að vinnast upp á hinu,
sem selst, þess vegna meðfram, er sagt dýrt i búðun-
um af því þar er fjölbreyttur varningur, sem myndar til
samans allmikla fjárhæð í vöruforða eða leifum, frá ári
til árs. Pað þarf því mikla nákvæmni og aðgæzlu til
þess að koma í veg fyrir það að mikil upphæð safnist
fyrir í vörum, sem eigi seljast fyr en seint og síðar
meir. Til þess að ráða bót á þessu hygg eg að það
væri sparnaður að láta bændur panta sem mest eptir
sýnishornum, í stað þess að fylla allar búðir með varn-
ingi á vorin og liggja svo með helminginn til næsta árs
eða lengur.
Hjer á landi vantar stórsöluhús: frá þeim gætu fjelög-
in pantað margbreyttar vörur eptir sýnishornum og
verðlistum, sem bændur og konur gætu skoðað, annað-
hvort þannig, að vöruhúsið léti menn ferðast um sveitir