Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 39

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 39
107 víkurbönkunum til húsbyggingarinnar, en þá var alt sem erviðast í þeim efnum. Pað var því eigi talið fært á fundinum að taka þegar ákvörðun um húsbygginguna. Undu margir illa slíkum málalokum, einkum þar sem kjötsöluhorfurnar voru afleitar (vorið 1908), en þó menn vildu reka fje sitt suður til Reykjavíkur, var engin vissa fyrir því að sláturhúsið þar gæti tekið á móti öllu fje af fjelagssvæðinu, ef Mýrasýsla bættist við. Þá var það að nokkrir menn, einkum kaupfjelagsmenn, tóku ráð sín saman, eptir fundinn, og ákváðu að ganga í ábyrgð fyrir því, að byrjað yrði á grunnhleðslu undir sláturhúsið, vorið 1908, í þeirri von að eitthvað kynni að rætast úr með peninga, þegar kæmi fram á sumarið. Var því næst Jóni Björnssyni í Borgarnesi falið að ann- ast um framkvæmd á verkinu, og Ijet hann þegar að því ganga. Nú var hyrningarsteinninn lagður og úr því gekk allt vel, og eins og í sögu greinir, og talaði enginn um annað en áframhald, úr því byrjað var, enda hlupu nú sýslubúar undir bagga og hækkuðu hluteignir sínar að miklum mun, og borgaði hver út fyrir fram, það sem •hann hafði ráð á. Sást það í þessu máli, sem optar, að »hugur ræður háiíum sigri«. Húsið komst upp, að öllu leyti, sumarið 1908. Það er að stærð 20x52 áln. og með skúr meðfram annari hliðinni 8x52 áln., sem er fjárrjett og fl. Alt er húsið úr sementssteypu, bæði ytri veggir og skilrúm öll. Húsið má telja fremur vandað, einkum er grunnmúrinn mikið mannvirki; hann er allur um þriggja álna há grjótuppfylling. Má óhætt segja að húsið er Mýramönnum til sóma. Fullgert kostaði húsið um 18,000 kr. Hlutabrjef voru keypt hjer í sýslunni fyrir nálægt 9,000 kr. og er það hlutfallslega miklu meira en á öðrum stöðum á fjelags- svæðinu. í haust sem leið var slátrað í húsinu um 7000 fjár. Var það flest allt úr Mýrasýslu, því sunnan Hvítár í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.