Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 43

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 43
111 lagi, en samt engan ágóða fengið, ættu að geta verið ánægðir með fjársöfnunaraðferðina í samvinnufjelaginu? Nei, slíku er ekki almennt að heilsa. F*eir eru margir sem hvorki vilja Ieggja fje fram til stofnsjóðs, nje held- ur láta ágóða sinn ávaxtast í fjelaginu. Óðara en búið er að skipta ágóðanum á pappírnum, hleypur hver í kapp við annan til þess að fá sinn skerf útborgaðan; það er því líkast að þeir sjeu hræddir um, að annars komi hann eigi í tæka tíð til eyðslunnar. Hvað skyldu þessir »ágóðaveiðimenn« hugsa sjer að fjelagið, í heild sinni, eigi að hafa fyrir veltufje. Er ábyrgðartilfinning þeirra og sjálfsmetnaður af svo skornum skamti, að þeir vilja sjálfir að eins njóta ávaxtanna af samvinnunni en láta hina samverkamennina sjá eina saman um meðölin til fjelagsframkvæmda? Því fer betur, að þessu er í raun og veru ekki þannig háttað. í flestum tilfellum er hjer athugaleysi og skiln- ingsskorti um að kenna. Hver einlægur og skilnings- glöggur samvinnufjelagsmaður má þvi eigi vanrækja það þýðingarmikla hlutverk sitt, að láta í tje, bæði í ræðu og riti, þá fræðslu og upplýsingar, er með þarf, til þess að hver einasti fjelagsmaður skilji sína fjelagslegu köllun gagnvart sönnum eigin hagsmunum og sameiginlegum þrifum fjelagsins í heild sinni. í þessum atriðum eru Englendingar komnir lengst á veg, eins og í svo mörgu öðru. þeir geta stundum, í kaupfjelögum sínum, skipt á meðal fjelagsmanna 12—15 % í árságóða. Þetta er meðal annars því að þakka, að hverjum fjelagsmanni er skylt að leggja fram 54 kr. til veltufjár og fjöldi manna bætir þar miklu við af eigin hvötum. Auk þessa hafa þeir öfluga varasjóði. í Rochdalefjelaginu gamla eru nú um 13,000 kaupfje- lagsmenn og á hver þeirra, að meðaltali 385 kr. í stofn- sjóði. í ensku samvinnufjelögunum teljast nú um 2'h miljón fjeiagsmanna, og á hver þeirra, til jafnaðar, um

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.