Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Blaðsíða 44
112 230 kr. í stofnsjóði (veltufjársjóði), auk hlutdeildar í vara- sjóði. Á íslandi þurfa kaupfjelagsmenn, einkum utan kaup- túnanna, að eiga tiltölulega meira í stofnsjóði, miðað við- ársviðskipti þeirra, heldur en tíðkast í útlöndum, sökum þess að þeir þurfa á svo miklum vöruforða að halda í einu, og geta naumast optar en tvisvar til þrisvar sinnum á ári tekið útlendu vörurnar og innt borgun af höndum fyrir þær. Erlendis gera betri samgöngur það að verkum, að sama veltufjeð má nota miklu optar á árinu, og gjaldeyrir, eða tekjur fjelagsmanna skiptast vanalega jafnar niður á árstímabilin. Ef bóndi, sem hefir viðskipti sín í kaupfjelagi, getur með fullum rjetti reiknað sjer eða fengið úthlutað í á- góða 10% af ársviðskiptunum í heild sinni, lætur helm- rng ágóðans ganga til þess að auka stofnsjóðseign sína og standa þar á góðum vöxtum, þá er eigi lengi að safnast saman veltufje handa honum, með ofureinfaldri og haganlegri aðferð, er nemi um helming af árlegri kaupþörf hans í fjelaginu. Og lægra takmark en þetta má ekkert kaupfjelag setja sjer í heild sinni. Bóndi, sem verzlar t. d. fyrir 600 kr. árlega, í sínu eigin kaupfjelagi, getur með þessari aðferð á 8 árum náð því takmarki að eiga 300 kr. í stofnsjóði, eða fyrir- liggjandi helminginn af kaupþörf heimilis síns til ársins. Það er laglegur skildingur, tekinn alveg á þurru landi; það er ekki svo lítið tryggingarfje í búskaparbaslinu, og um leið er þetta góður þáttur í einni sterkustu afl- taug fjelagsins sjálfs. Til þess að ná slíku takmarki þarf eiginlega ekki annað en framsýni, þolinmæði og svo litla sjálfsafneitun um tíma. Hinn helmingur árságóðans, hjá bóndanum sem dæmið er tekið af, ætti að geta fyllilega vigtað á móti áhættu og misfellum við fjelags- skapinn, sem svo sjaldan mun þurfa að koma fyrir, að optast má telja að það fje geti gengið til þess að lagfæra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.