Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 62
130
bóta fyrir fjelagsmenn, kaupa eða leigja eina eða fleiri
landbúnaðarjarðir, sem yrktar sjeu fyrir fjelagið af þeim
meðlimum þess, sem eru á lausum kili, eða hafa mjög
ónóga atvinnu.«
* *
*
Hið nýja, sem þessir Rochdalevefarar leggja fram á
spilaborðið fyrir verkmannahreifingu nútímans, er tilsögn-
in um það, hvernig verkmannastjettirnir geti — án til-
hlutnnar rikisvaldsins — náð í sinn hlut lífsnauðsynjum
sínum og um Ieið þeim tækjum er til framleiðslunnar
útheimtast. Reir ganga þvert úr leið frá gömlu viðskipta-
reglunni, sem úthlutaði ágóðanum til hlutaðeigenda eptir
fjármagnsframlagi hvers eins í fyrirtækinu (hluta-
brjefareglan), en í staðinn settu þeir þá grundvallarreglu,
að öllum ágóða skuli skipt meðal hlutaðeigenda í hlut-
falli við samvinnuframlagið í fyrirtækinu (»Andel«
ítölureglan).
Bakvið hina fyrstu raunhæfu stefnuskrá lýsti fljótlega
af hinni næstu — hið hugsægilega framtíðartakmark —
eins og leiptrandi sól á himni hins þrælbundna verka-
manns. Menn segja á þessa leið: Pegar vjer erum
búnir að ná hinni daglegu verzlun í vorar hendur, þá
getum vjer fljótlega búið til og verkað þær vörur, sem
útgengilegastar eru, og smám saman færum vjer oss
upp á skaptið með starfsemina. Vjer reisum verksmiðjur
og leggjum í ný fyrirtæki, eptir óskum og þörfum —
og smám saman, eptir því sem lengra sækist leiðin,
mun ábati einkafjársafnanna verða undan að þoka. —
Hver maður, sem lifir af heiðarlegri vinnu mun ganga í
lið með oss, þegar honum verður það ljóst, að það
eru vinir hans og starfsbræður, sem vöktu hreifinguna
til sameiginlegra hagsbóta. Að lokum mun ítöluhreif-
ingin leggja heimsmarkaðinn undir vald sitt, já enn þá
meira: hún mun vinna jörðina aptur handa þjóðunum,