Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 63

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 63
131 til afnota. Hreifingin mun ekki Iáta staðar numið fyr en búið er að útrýma hinum ósjálfráða atvinnuskorti. F’annig voru draumarnir hjá hinum fátæku skozku verka- mönnum og þá dreymdi, að nokkru leyti, fyrir daglátum. Að vísu er takmarkinu eigi enn þá náð, en viðgangurinn hefir sýnt það, að stefnan og aðferðin er örugg. Pegar maður heyrir lýst sigurför samvinnuhreyfingarinnar á Englandi er það líkast því sem gerist í æfintýrinu um litla, fátæka drenginn í kotinu, sem með hyggindum sín- um og þolgæði eignaðist að lokum hálft kóngsríkið. Vefararnir í Rochdale byrjuðu vöruúthlutun sína í lítilli og óálitlegri sölubúð. Árságóðanum úthlutuðu þeir meðal fjelagsmanna í hlutfalli við vörukaup hvers eins í fjelag- inu. Byrjun fjelagsstarfseminnar og framfarir má sjá af eptir farandi skýrslu. Ar. Fjelagsmannatala. Viðskiptavelta. Arságóði. 1844. 28. » — » 1845. 74. 12,780 kr. 396 kr. 1865. 5,326. 3,532,212 - 452,808 - 1895. 12,584. 5,221,008 - 923,706 - f*egar við fyrstu byrjun fjelagsstarfseminnar kom það fram, að stórsalarnir neituðu kaupfjelögunum um að fá vörur út í skuldareikning. Urðu þá fjelögin að krefjast peningaborgunar hjá fjelagsmönnum. Þetta varð til ó- metanlegs gagns fyrir fjelögin sjálf og hvern einstakan fjelagsmann. Orðrómurinn um hina nýju verzlunaraðferð og hinn góða viðgang hennar, breiddist fljótlega út til annara hjeraða á Bretlandi hinu mikla, og smám saman stofn- uðu enskir verkamenn kaupfjelög, hverjir í sínum bæ. En fjelög þessi námu eigi iengi staðar við smásöluverzl- unina eina saman, heldur gerðu þau samtök og mynd- uðu sambandskaupfjelag, svo hægt væri að kaupa vör- urnar í sem stærstum heildum og ná til sín, með því móti, þeim hagnaði, sem stórsöluverzlunum fjell í skaut.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.