Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 64

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 64
Viðskipatvelta skozka sambandskaupfjelagsinshefirverið: Árið 1868 162,000 - 1870 1,890,000 - 1880 15,210,000 - 1890 44,550,000 - 1907 137,000,000 Eitthvað lítið eitt fyr höfðu kaupfjelögin á Norður- Englandi gengið í bandalag og stofnað sambandskaup- fjelag. Fyrsta árið var viðskiptavelta þess sambandskaupfjelags 933,000 kr. Nú er fjelagið orðið stærsta sambandskaup- fjelag í heimi. Viðskiptavelta, árið 1907, var yfir 450 mil- jónir króna. * * * Kring um 1870 tóku því næst ensku og skozku kaup- fjelögin að búa til vörur handa sjer. Fjelögin höfðu nú fasta móttökumenn og gátu reiknað út þarfirnar. En, einnig í þessu atriði, komu hvatirnar frá utanfjelags- mönnum. Hinir ensku stórsalar og verksmiðjuhöfðingjar voru orðnir smeykir við hinn mikla þroska og viðgang kaupfjelaganna og stofnuðu því til heimskulegrar ein- angrunar gagnvart þeim*. Kaupfjelögin svöruðu með því, að stofna sjálf verksmiðjur. — Með þessu móti fór hinn gamli æskudraumur fjelaganna a$ rætast. — Nú eru þau 825 kaupfjelög sem hafa að einhverju leyti með höndum vörutilbúning til eigin þarfa; þar hafa 18,000 manna at- vinnu og hinar tilbúnu vörur nema árlega um 100 mil. kr. Auk þessa eru 125 sameignarverksmiðjur sem eru eign þeirra manna er við þær starfa. (Árið 1907 voru það * Svipaðri aðferð var reynt að beita gagnvart íslenzku kaupfjelögun- um, um eitt skeið, eptir hvötum hjerlendra kaupmanna, en eigi áttu þau samtök langan aldur. *

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.