Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Page 70
138
skapurinn er byggður á hefir opt mætt afarmiklum árás-
um. Menn segja á þá leið, að þessar fimmtíu til hundr-
að krónur, sem einu heimili hlotnast árlega í kaupfjelags-
ágóða sje allt of lítið í samanburði við ábyrgðina sem
allt af fylgi, og þá er jafnframt litið svo á, að kaupmað-
urinn beri einn ábyrgðina fyrir alla sína viðskiptamenn.
í þessu efni er þess fyrst að gæta að ábyrgðarhættan
er eiginlega engin í kaupfjelögunum, þegar þau hafa þá
föstu reglu að láta hönd selja hendi og fjelagsmenn geta
haft það eptirlit með öllu sem þörf krefur. f*að er lýðstjórn-
arfyrirkomulag fjelaganna sem einnig veitir mikla trygg-
ingu.
F*ar næst ættu menn að geta sjeð það í hendi sjer að
kaupmaðurinn ber ekki ábyrgðina í raun og veru. í vöru
verðinu liggur ábyrgðargjald það falið, sem á að bera
verzlunaráföllin. Aðalatvinna kaupmannsins er verzlun og
þaðan verður að taka fyrir öllum skakkaföllum. Hvernig
sem reynt er að velta þessu fyrir sjer, kemur ávalt hið
sama upp: að tapið lendir á neytendum sem af óheppi-
legu verzlunarfyrirkomulagi flýtur. En sje það nú svo,
er þá ekki eðlilegast að ágóðinn lendi í sama stað,
þegar honum er að heilsa?
7. Hvaða meginreglur hafa bezt styrkt kaup-
fjelögin? (»Enighed« 1908.)
1. Hvcr maður á aðgang að fjelagsskapnum, hvort
sem hann er ríkur eða fátækur, og án tillits til stöðu
sinnar, stjórnmálaskoðana og trúarbragða. Að eins er
krafist fylgis við fjelagslögin og að greiddur sje lítilfjör-
legur inngangseyrir og smáaukaframlög af ágóðanum,
unz ákveðin lægsta stofnsjóðseign er fengin.
2. Starfsemin er byggð á sjálfshjálp, þvi fjelagsmenn út-
vcga sjálfir stofnfjeð. Með þessu er sparnaðarstefnan
vakin og fjelagið verður eins konar sparisjóður, sem