Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 71

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Síða 71
139 borgar fasta og góða vexti (5%) af stofnfjenu, eins og nauðsynlegu verkfæri. Pó geta menn hagnýtt sjer spari- sjóðsfjeð sjálfir, ef veruleg nauðsyn krefur, svo sem: sjúkdómur, atvinnuskortur og þess konar. 3. Störf og framkoma fjelagsmanna sjálfra er þýðing- armesta atriðið, og sá einn uppfyllir fjelagsskyldur sínar — skyldurnar við sitt eigið fjelag, sem þrátt fyrir laðandi og ginnandi tilboð um lægra verð á einhverri vöru, kaup- ir samt allar sínar vörur í fjelaginu. Þó veltu fjáreign sje nauðsynleg, hefir hver fjelagsmaður að eins sitt eigið ó- skerta atkvæði í fjelagsmálum, hvað sem innstæðueign líður. Pað er litið svo á, að allir eigi jafnan þátt í fram- förum fjelagsins, sem eingöngu byggjast á ósvikulli sam- vinnu fjelagsmanna. »Sameinaðir sigrum vjer, sundraðir föllum vjer.« 4. Stöðugt og áreiðanlegt cptirlit og rannsókn á sjer stað af stjórn og endurskoðendum, er fá viðunanlega þóknun fyrir störf sín, þegar er hagur fjelagsins leyfir það. Að vísu verður fullkomið traust að eiga sjer stað meðal fjelagsmanna, stjórnenda og endurskoðenda, en hvert það fjelag leggur út á hála braut, er sökum þess vanrækir eptirlitið eða hirðir eigi um að leggja fram skipulega og áreiðanlega reikninga. 5. Góðar, ósviknar vörur, ráðvendni, rjettlœti og heil- brigð fjármálastefna. Allt ógreinilegt, öll brögð, króka og yfirskin verður að bannfæra og útiloka, af því það stríðir á móti anda samvinnufjelagsskaparins. Framkoman verður að vera eins við alla; hver og einn verður að mega treysta því, að vörur þær er hann kaupir svari til verðsins og það án tillits til þess hvernig vöruþekking kaupanda er. Auð- vitað má vöruverðið ekki vera »dagprísar«, heldur svo fast sem unnt er. Fjelagsmenn eiga að hafa eptirlit með starfseminni og leitast við að fá bætt úr brestunum á vingjarnlegan hátt. F'eir eiga að varast það, að baka fjelaginu óþarfa kostn-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.