Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 75

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Side 75
143 hreifingu, sem miðar til almenningsheilla og komandi kynslóð til blessunar. 3. »Jeg get fengið sykrið mitt einum eyri ódýrara hjá öðrum.« Sykrið er líklega lakari vara, en ef svo er eigi getur þessi eineyringur — þó hann yrði sparaður — ekki nálgast aðalágóðahlutskiptið í fjelaginu við reikn- ingslokin. Það ætti að verða hverjum manni Ijóst að góður sam- vinnufjelagsmaður hugsar eigi eingöngu um sjálfan sig heldur og um meðbræður sína; eigi að eins um stundina sem er að líða, heldur fyrst og fremst um komandi tím- ann; eigi að eins um fjármunahliðina, heldur engu síður um sjálfsmenning og andlega fræðslu. En fyrst og síðast verða menn að hafa það hugfast: að samlyndi og traust- leikur — sem alstaðar hefir svo mikia þýðingu — er lífs- skilyrði fyrir samvinnufjelagsskapinn. „Einn fyrir alla og allir fyrir einn.“ * * * IV. íslenzkur samvinnufjelagsskapur. Eitt af hlutverkum þessa tímarits er það, að fræða les- endurna um eðli, fyrirkomulag og framgang samvinnu- fjelagsskaparins í útlöndum. Pó það sje engum efa bundið að blind stæling ein- hverrar fyrirmyndar, án tillits til efna og aðstöðu, geti eigi orðið affarasæl, þá er hitt engu að síður víst, að hjegómlegur eltingaleikur eptir frumleik í hverju einu; sívakandi varfærni í því að verða fyrir áhrifum utan að; hin þrotlausa Kínverska, leiðir til eintrjáningsskapar og hamlar nauðsynlegum framförum. Petta á eigi sízt við, þegar um nýjar andlegar hreifingar er að ræða samfara breytingum á fjelagslegu skipulagi, sem eru að ryðja sjer braut víðs vegar í hinum helztu menningarlöndum. Pað næði engri átt af oss íslendingum, að ætla oss að vera með í hinni stóru lestaferð til fyrirheitna landsins, en

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.