Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.04.1909, Qupperneq 78
146
er talsverður hnekkir fyrir álit og vinsældir kaupfjelag-
anna: að eigi er hægt að sýna hinn skýlausa hagnað,
svo spurningin um hann, er eilíft þrætuepli. Fylgið við
venjuna er samt svo mikið, að menn vilja eigi heyra
breytingu nefnda á nafn í sumum fjelögum.
3. Að vísu skilst kaupfjelagsmönnum vorum það, að
nauðsynlegt sje að fœkka milliliðum, en of lítið er samt
enn að verkum gert í þá áttina, og miklu minna en í
öðrum löndum. Vjer höfum óþarflega marga starfsmenn
og milliliði, bæði innan lands og utan, sem eiga að detta
úr sögunni með tímanum, að því leyti sem þeir baka
aukakostnað. Má þar til nefna launaða deildarstjóra, stór-
launaða umboðsmenn og dýrselda útlenda stórkaupmenn.
Meðan vjer höfum eigi öflugt sambandskaupfjelag, að
dæmum annara þjóða, sem enga umboðsmenn notar til
muna, en kemst að hinum beztu stórkaupum, erum vjer
eigi komnir nema skamt áleiðis í því að sjá það og sýna
fram á það, hvað kaupfjelagsskapurinn getur áunnið og
hvaða afl í honum býr. Sem skýring má geta þess, að
danskir stórkaupmenn kvarta yfir því (hvað þá smásalarn-
ir ?), að þeir geti eigi haldið vöruverði sínu til jafns við
kaupfjelagssambandið danska, af því það kaupi svo á-
kaflega miklu meira í senn en nokkur einstakur maður,
og þar af leiðandi komist að vildari kaupum. A Eng-
landi er nú einnig hreifing í þá átt að stórkaupmenn
fari að dæmi kaupfjelaganna og gangi í sambandsfjelag
með vörukaup, og leigi svo útsölumenn. Smásalarnir eru
þar búnir að fá óvininn innan garðs.
4. Sjóðsöfnunarhugsun kaupfjelaga vorra er takmörkuð
og einhliða. Að vísu er víðast hvar byrjað á því, að
safna til stofnsjóðs, er geti verið veltufje. En varla er
nokkurstaðar hugsað um að stofna verulegan varasjóð.
Ýmsar aðrar sjóðstofnanir, sem altíðar eru hjá erlendum
samvinnufjelögum höfum vjer naumast heyrt á nafn
nefndar.
5. Pekkingu á samvinnufjelagsskap er ákaflega ábóta-