Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 7

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 7
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 113 yggi félagsmanna verður ekki náð, nema með lýð- stjórnarskipulagi, sem þrýstir á og er borið uppi af einstaklingunum einum og sérhverjum. Er eg þá kom- inn að meginefni rnáls míns: Skipulagi samvinnufélaga. II. Eins og kunnugt er, var hið fyrsta algerða sam- vinnufélag hér á landi stofnað í Þingeyjarsýslu fyrir um 40 árum síðan. Þar stendur því vagga þessarar hreyfingar hér á landi. Metingslaust er óhætt að segja, að eftir því sem þá var mönnum skipað á landinu, mun sýslan hafa átt ýmsum afburðamönnum á að skipa. Þessir forgöngumenn sniðu skipulag félags síns án til- lits til erlendra fyrirmynda. Mun þar tvent liafa haml- að. Annarsvegar skortur á þekkingu og aðstöðu til þess að kynnast þeim. Hinsvegar forustuhugur og sjálf- stæðiskend. Þeir bygðu af eigin ramleik skipulagið frá rótum í samræmi við þau skilyrði, sem við var að búa og það verkefni, sem því var ætlað að vinna. Af þessu leiddi, að skipulag þeirra varð að ýmsu frum- legt og frábrugðið erlendum félögum af sama tæi. Eftir því sem aldur færðist yfir, starfssviðið færðist út og reynslan leiðbeindi þeim, hafa þeir aukið inn í eftir erlendri fyrirmynd. Sarnt sem áður hafa þeir til þessa haldið fast við þær grundvallarsetningar, sem uppliaf- lega var bygt á. Og þeim heíir virst reynslan helga þær grundvallarsetningar og staðfesta gildi þeirra, þó skipulaginu hafi að ýmsu öðru leyti verið þokað til, eftir kröfum tímans. Þrent er það einkum, sem er frumlegt og séi'kenni- legt í skipulagi Kaupfélags Þingeyinga. Hið fyrsta er deildaskipun þess með samábyrgð innan deilda. Annað er pöntunarrétturinn. Þriðja er pöntunarverðlag var- anna, sem pantaðar eru. Deildaskipuninni er þannig háttað, að félaginu er skift í mismunandi stórar deildir

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.