Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 9
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 115 Þessu fylg'di vörupöntun gegn gjaldeyrislofor5m n. A þenna liátt var skuldunum sagt stríö á hendur. Menn kallaðir til ábyrgðar og skila. Stórbætt verslun gerði mönnum fært, að brjóta af sér skuldahlekkina smátt og smátt. Vörupöntunarrétturinn lyfti upp á mönnum höfðinu og rétti menn upp úr aldabeygju. Pöntuð vara var handvís eign þeirra, og tjáði engum að mæla á móti. Munu þau umskifti hafa verið stórfeld, frá því sem áður var. Pöntunarverð varanna reyndist aftur á móti svo biturt vopn í samkepninni, að baráttan frá hálfu keppinautanna var frá upphafi vonlaus. Reynsfa Þingeyinga er sú, eins og áður er tekið frarn, að skipulag þeirra hefir reynst traust og sterkt. Þeir höfðu á frumiegan og einkennilegan hátt upp- götvað skipulagsskilyrði í samvinnuféiögum, sem átti sérlega vel við staðháttuna og aðstöðu þeirra á við- skiftasviðinu. Þessi atriði liafa unnið hylli þeirra og traust. Þeir trúa því statt og stöðugt, að þau hafi ævar- andi gildi sem grundvallarskiiyrði í íslenskum sam- vinnuféiögum. Kaupfélög þau, sem á fyrstu árum samvinnuhreyf- ingarinnar hér á landi bygðu skipulag sitt eftir liinni þingeysku fyrirmynd, hverfa að mestu eða öllu fráþví aftur eftir aldamótin. Þá kemur nýr fjörkippur í þessa hreyfingu og um ieið stefnubreyting annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu. Pélögin eru þá sniðin eftir erlendri fyr- irmynd, sem kend er við Rochdaie. Kaupfélag Eyfirð- inga er eist og öflugast allra þessara félaga. Þessi fé- lög reka að öllu verslunina í opinni samkepni við kaupmenn, en úthluta ágóða við árslok og safna sjóð- um fyrir félagsmenn. Kaupfélag Eyfirðinga hefirreynst afarmáttugt og sigursælt í liarðri samkepni. Skipulags- form þess er einfalt og fábrotið. Það hefir því hér á landi orðið fyrirmynd margra nýrra félaga. Þá erhorf- ið frá pöntunarskipulaginu, kostnaðarverðsúthlutun var-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.