Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Qupperneq 14

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Qupperneq 14
120 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. úr skuldabeygjunni með þessari hjálp, þegar við bætast holl ráð deildarstjóra og jafnvel beinn fjármunastyrkur eða önnur aðstoð deildarmanna. En þá er komið að takmarkinu: tíamhjálpinni. I Rochdalefélaginu er einstaklingunum ekki fenginn í hendur þessi ákvörðunaréttur. Hver félagsmaður stendur sem sérstakur aðili gagnvart félagsheildinni án félagslegs fóstbræðralags samsveitunga sinna. Ákvörðun- rétturinn er í höndum framkvæmdastjórans. Til beggja vona getur brugðið um það, á hvern liátt hann telur sér fært, að verða við bænum nauðleitarmanna. í mörg- um tilfellum heimtar skyldan af honum, að krefjast ábyrgðar. Þá verður sá sem á í hlut, að ganga milli manna og beiðast ásjár. Sú ganga er öllmn þung, enda þótt hún verði ekki árangurslaus. Hér virðist skorta tvent. Annað að skipulagið þrýsti mönnum til þess að standa sarnan á verði hver um annars hag og að ein- staklingurinn finni til þess, að hann á félagsbræður, sem skilja að fullu hans sérstöku ástæður og bera með ljúfu geði, allir í sameiningu, ábyrgðina, sem leiðir af bágindum hans. Samábyrgðin, þetta gi’immsterka megin- afl, sem félagsskapurinn hvílir á virðist þá ekki vera lengur einhlít inn á við í félagsskapnmn. I Kaupfélagi Þingeyinga er þunganum og ábyrgð- inni af rekstri félagsins dreift á margar hendur. Mesti vandinn, baráttan við skuldirnar og skuldatryggingin er ekki eingöngu í höndurn allra deildastjóra, heldur í höndum hvefs félagsmanns. Þannig verður yfirlitið al- gert og þekkingin nákvæm á grundvelli samábyrgðar- innar. Hver deild verkar hvetjandi eða letjandi á frarn- tak og starfsemi félagsheildarinnar, eftir því sem efni hennar og ástæður benda til. Þannig eru meiri líkur til, að félagsskapurinn hætti sér ekki yfir það mark, sem á hverjum tíma er í réttu hlutfalli við getu hans og grundvallarstyrkleik. I ö ð r u 1 a g i k e m u r þ u n g i

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.