Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Side 16

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Side 16
122 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. og þekkja styrkleik grundvallarins til lilítar. Ef þessi ábyrgð hvílir á einum manni, rísa ekki undir henni í stórum félögum aðrir en afburðamenn. Það eitt er nægileg ástæða, til þess að gerhugsa þetta mál. Af- burðamennirnir verða ekki gripnir á götunni, hvenær sem vera skal. En við megum ekki við því, að stofna fjöreggi okkar í tvísýnu. Eg lít svo á, að skuldatryggingunni sé, með þing- eyska skipulaginu, betur fyrir komið, eftir íslenskum staðháttum, heldur en með Rockdale-skipu 1 aginu. Það er ekki einhlítt að banna íslenskum bændum að skulda, sem eru að byggja yfir sig, græða jörðina og etja kappi við óblítt og dutlungasamt árferði. Allar nauðungarráð- stafanir og lagafyrirmæli um þá hluti ofan frá ná skamt til framúrgreiðslu á efnahag manna, og geta jafnvel aukið vandann. Það þarf að stemma stigu fyrir skuld- unum við upptök þeirra, en ekki þar sem þær leita sér útrásar í viðskiftabókunum. Það nægir ekki að slá striki í reikninginn og setja blátt bann fyrir, þegar skuldin er i raun og sannleika orðin til, heldur þarf að ráðast á orsakir skuldanna heima fyrir hjá hverjum einstaklingi. Það geta þeir einir, sem er kunnugt um hagi mannsins og háttu, — sveitungar hans og sam- deildarmenn. Um önnur þau frábrigði Kaupfélags Þingeyinga, sem áður voru nefnd, pöntun og kostnaðarverð pant- aðra vara, skal eg ekki fjölyrða. Til þess skortir mig verslunarþekkingu. Eg get liugsað mér að frekar geti farið á milli mála, hvort þau atriði eiga alstaðar jafn- vel við. Það kemur í ljós við ítarlega rannsókn. Um hitt blandast mér ekki hugur, að með deildaskipun og samábyrgð innan deilda verður takmarki samvinnu- stefnunnar best náð, að auka almennan þroska og al- menna hagsæld. Slíkt skipulag byggir sig sjálft upp frá rótum og tryggir sig sjálft við grunninn. Samsveit-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.