Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 23

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 23
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 129 livort sem félagsmenn gera nokkra fyrirfram pöntun eða enga. En undir eins og félögin fara að skifta við utan- félagsmenn — og jafnframt félagsmenn sína, ef það er í því formi, að þeir fái ekki persónulega „hagnaðinn“ af viðskiftum sínum — hvort sem það er í sérstakri söludeild eða í óskiftri deild með félagsmönnum, þá eru þar talin rekin „arðvænleg11 og skattskyld viðskifti, viðskifti, sem allir eiga aðgang að, sem vilja, og við það er átt með orðatiltækinu „opin sölubúð“. — Mætti kalla það „opin viðskifti“ í mótsetningu við „lokuð viðskifti“. Þegar félögin þannig hafa gefið færi á sér til skattaálögu, þá reynist örðugt, að verja þau fyrir órétt- látum skatti, þar sem úrskurðinn um skatthæðina er að sækja undir sveitarstjórnarvöld, sem sumpart eru —• viljandi eða óviljandi — skilningssljó á skattgrund- völlinn ;og jsumpart mótaðilar félaganna um skatthæð- ina. Með framansögðu jer þá rutt úr vegi þremur með- mælaástæðum höf. fyrir yfirburðum kostnaðarverðs- skipulagsins fram yfir gangverð. Það eru s é r s t ö k skipulagsatriði, rsem félögin geta valið um jafnt, hvort sem þau haga verðlaginu eftir gangverði eða kostnaðar- verði. Eftir er þá aðeins fjórða atriðið og eina atriðið, — af þeim sem höf. telur — sem eftir verður dæmt gildi þessara tveggja verðlagsmáta. Um það sjálft, sem sagt er í fjórða atriðinu, er ekki stórvægilegur ágreiningur. Að eins tel eg að kostn- aðarverðsskipulagið veiti félögunum takmörkuð umráð um alrnent verðlag, og að af því leiði sérstök samkepni- brögð frá hálfu kaupmanna. Verður að því vikið nánar jafnframt því, sem minst verður á mótbárurnar gegn gangverðinu.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.