Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 27

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 27
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 133 byggja hana að mestu á hreinum tölum, eða meta verð- ur hana mestpart sem óbeinan hagnað. Ummælin um óyggjanleikann eiga þess vegna jafnt við báðar aðferð- irnar, verðuppbótin og óbeini hagnaðurinn er jafn ein- hæft vitni í báðum tilfellum — þessi mótmæli eru því einkis verð. Um hitt, að misbrúka aðferðina til óeðlilega hárrar álagningar, m. ö. o. fara með liana út í öfgar, þarf í raun og veru ekki að ræða. En ef leyfilegt er að gera ráð fyrir misbrúkun annars verðlagsmátans, þá má láta sér koma til hugar einnig misbrúkun hins. Og hverjar verða afleiðingarnar? í öðru tilfellinu tap utanfélags- manna, í hinu tap félagsmanna, hnekkir fyrir þroska félaganna og þrif og ef ti! vill hrun þeirra, ef mikið ber út af. Ýms ummæli höf. um þetta atriði eru bygð á mis- skilningi hans á sambandi verðlagsskipulagsins við önn- ur skipulagsatriði og ýms eru óviðkomandi. — Um þriðja atriðið eru höfð þau ummæli, að nærri liggi að upp snúi það sem niður á að vita. — Þau ummæli höf. um þetta atriði, sem snerta umræðuefni okkar, má segja, að séu innan hæfilegra takmarka, og er að því leyti gott að ræða það við hann. Það er hvorttveggja, að kaupmenn munu ekki telja sér skylt að fylgja verðlagi kostnaðarverðsfélaganna og að þeir munu alloft hvorki geta né vilja láta sér nægja þá verðframfærslu, sem félögunum nægir. Af því leiðir að þeir leita þá ýmsra bragða til að villa sýn um réttan samanburð á verðlaginu, svo sem það — eins og höf. kemst að orði — að „smyrja á“ í verðlagi einstakra vara til hlífðar öðrum og gefa þannig undir fótinn með allskonar glæsilega ,,undirsölu“; hitt annað — sem höf. kannast líka við — að keppa um verðlagið með verri og þá um leið ódýrari vörutegundir. Verður hvorugt með réttu talin „réttarbót fyrir almenn viðskifti“.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.