Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 28

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Page 28
134 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. . „Undir hærra verðlaginu veitist kaupmönnum bæði auðveldara og útlátaminna að undirselja kaupfélögin“, segir höf. — Mikið rétt! — En þá hafa þeir líka minni ástæðu og hvöt til þess, af því að hærra verðið er ekki bein árás á verðlag þeirra, en það er lægra verð- lagið. Þá er viðskiftakepni kaupmanna og kauptelaga líkari því, sem kepni kaupmanna er innbyrðis. Agreiningurinn er þá að eins um það, hvor verð- lagsmátir.n leiðir frekar til umræddra samkepnisbragða og verður hver að meta það þann veg sem líklegra þykir, enda skiftir þetta atriðið minstu máli. Á einum stað má skilja ummæli höf. svo sem hann viðurkenni skoðun mína á þessu atriði. Hann segir svo: „Besta úrlausnin um þetta deiíuatriði fæst þó þar sem kaupfélög starfa með því skipulagi, að hafa allar stærri og sjálfsögðustu nauðsynjavörur með kostnaðarverði í „pöntunardeild“, en aðrar vörur með gangverði í „sölu- deild“. Þar er reynslan sú, að félagsmenn kosta kapps um að taka allar vörur, sem í pöntunardeildinni eru hafðar, einmitt þar, þ ó vitanlegt s é, a ð á þ e i m e r li v e r v e t n a m e s t r e y n t a ð g e r a að „u n d- i r s ö 1 uUl). Ilér liggur fvrir viðurkenning höf. á því, að á vör- um, sem verðlagðar eru á lægra verðstiginu, sé „hver- vetna mest reynt að gera að undirsölu“. Þessu næst lieldur- höf. áfram rökleiðslu sinniþannig: „en þeir, sem nokkuð eru á svellinu lausir, skeyta alt minna um, þó þeir hafl hin önnur viðskiftin við kaup- menn, enda þótt um töluverðar fjárhæðir sé að ræða, og þó þeir séu undir félagsskyldum livort sem er. Aðal- áhuginn er um pöntunarviðskiftin. „Af hverju kemur það?“ Reyna má að svara þessari spurningu, eða benda á, ') Auðk. af mér.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.