Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Side 29

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Side 29
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 135 af hverju það getur komið öðru en verðlagsstigmun- inum. Söludeildir félaganna munu starfa að meira eða minna leyti á grundvelli kaupmenskunnar og úthluta með meiri eða minni takmörkunum afgangi verðfram- færslunnar fyrir kostnaði. Gæti það nægt til að skýra umrætt framferði þeirra félagsmanna sem nokkuð eru „á svellinu lausir“. Þá er komið að fjórða og aðalatriðinu. Um þau einkenni eða verkanir verðskipulagsins, sem þar ræðir um, er enginn ágreiningur. Gangverðsskipulagið verkar þannig, að það gerir ekki kost á, að öðlast allar um- bætur, sem af verslunarsamvinnunni leiða, nema með því að ganga undir merki félagsskaparins. Kostnaðar- verðsskipulagið verkar aftur á móti þannig, að það gjörir kost á að ná nær öllum umbótunum, án þess að ganga undir merki lians; hamlar þannig vexti lians og gengi. Við leggjum aðaláliersluna á sitt atriðið hvor. Eg á vöxt og gengi félagsskaparins og umbætur almenna verslunarhátta með útbreiðslu hans. Hann á umbætur utanfélagsviðskifta og telur því til gildis, að það sé „siðmætara“, „víðtækara“ og „hugsjónahærra“. Æðsta hugsjón höf. í kaupfélagsmálum virðist þannig vera sú, að félögin hagi starfsháttum sínum þannig, að þeir menn sem standa utan við og andspænis umbóta- starfsemi þeirra, njóti jafns hagnaðar við félagsmenn, þá menn sem bera fram og lialda uppi merki samvinnu- hreyfingarinnar; hitt sé minna vert, þótt til þess þurfi að velja þá starfshætti, sem valda því, að félögunum verði torvelt, eða jafnvel ómögulegt, að ná því tak- marki, sem þau hafa sett sér: að ná umráðum og um- bótum verslunar almennings í sínar hendur. Hugsjón höf. er all-nýstárleg og alls ekki samkvæm stefnuskrá félaganna. Eg hefi fyrir mér stefnuskrá

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.