Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 30

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 30
136 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. þriggja kaupfélaga, K. Þ., K. E. og K. H., og munu þau — sum að minsta kosti — ekki vera talin þau hugsjónalægstu. Verður ekki af stefnuskrá þeirra ráðið, að þau liugsi sér, að vinna jafnt að umbótum versl- unarhátta utanfélagsmanna sem félagsmanna. Hitt er annað mál, að þau geta ekki unnið svo að umbótum verslunarhátta sinna eigin félagsmanna, að utanfélags- menn njóti þess ekki að nokkru. Má í því sambandi minna á vöruvöndun og markaðsumbætur á íslenskum vörum, sem viðurkent er, að félögin hafa mjög unnið að, til hagsbóta allri alþýðu. Skyldi félögunum með réttu verða brugðið um sið- mætisskort með meiru, þótt þau undanskilji frá jafnri hlutdeild við utanfélagsmenn nokkurn hluta af þeim verslunarhagsbótum, sem af starfsemi þeirra leiða, í því skyni, að tryggja og efla framþróun félagsskapar- ins sjálfs, og ná þannig til umbóta almennra verslunar- hátta? — Skyldi kaupfélagsskapurinn verða hugsjóna- hærri fyrir það, þótt hann láti vaxa í skjóli sínu þann hugsunarhátt, sem lýsir sér í því, að vilja draga til sín hagnaðinn af kaupfélagsstarfseminni, án þess að leggja stefnunni og starfseminni nokkurt lið? — Pélögin úti- loka engan frá að njóta hagnaðarins af starfsemi sinni, sem ganga vilja undir merki þeirra. Yfir hverju geta utanfélagsmenn þá kvartað? Um leið og höf. viðurkennir að lægra verðstigið leiði til þess, að hægt sé að njóta félagshagsmuna utan félaganna, gefur hann í skyn,- að fyrir þeim, sem vilja að félögin starfi á grundvelli hærra verðstigsins, vaki það e i 111), að hafa persónulega hagsmuni. — Með framansögðu er sýnt, hversu fráleit þessi skoðim er. í fyrri grein minni mintist eg með alménnum orð- um á ábyrgð og skyldur félagsskaparins. I penna höf. ') Auök. af honum.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.