Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 31

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 31
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 137 er það sama og að gera ábyrgð og skyldur félags- skapaiins að „einskonar oki“ og „grýlu“ í augum manna. Með slíkri „túlkun“ á orðum andstæðinga er að sjálf- sögðu auðveldara um andmælin, en tvísýnn vinningur fyrir málefnið sem um er rætt. Það má engu síður teljast rangt að gera oflítið en of mikið úr ábyrgð og skyldum félagsskaparins. Best að líta á það eins og það er. Þýðir ekki að loka aug- unum fyrir því, að þetta hvorttveggja fylgir félags- skapnum, og á að fylgja. Það væri að setja á hann svikagyllingu að neita slíku, og lýsir ekki miklu trausti á honum, að þora ekki við það að kannast. Auk þess eru það ekki ókostir eingöngu, því það skerpir árvekn- ina á að fylgjast með starfsemi og rekstri félagsins og að reynast félagsskapnum hollur og trúr. Og eg veit ekki til að nokkur sá hagsmunafélagsskapur sé til, sem ekki tryggir meðlimum sínum einhver hlunnindi um- fram þá, sem utan við standa, enda eru félagsréttindin og félagshlunnindin fyrsta og aðalinnihald félagsskap- arins og eiga að vernda hagsmuni félagsmanna fyrir ágangi óviðkomandi manna. A móti þeirri verndun, eða til að halda uppi „landhelgis“-vörnum innan vé- banda félagsskaparins, koma skyldurnar og ábyrgðin. Það væri þess vegna misrétti að veita þeim hlunnindi, sem ekkert vilja til þeirra vinna, það væri ómakleg „fórn“. Hvert félag er sem ríki út af fyrir sig. Hver, sem vill, getur unnið sér þar þegnrétt, með því að undirgangast þær reglur og kvaðir, sem settar eru um hann í lögum félagsins. Mætti því frekar telja „víta- vert“, ef utanfélagsmenn seilast eftir gróða í landhelgi félagsskaparins, án þess að vilja taka þátt í landlielgis- vörnunum og gerast félagsmenn. Hitt er óverðskulduð gestrisni, að veita þeim mönnum ókeypis beina og — óleyíilegt gagnvart „félagsbúinu“. Með framansögðu tel eg sýnt að gangverðsskipu-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.