Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 33

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 33
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 27 Sjálfsagt er að auka ullariðnaðinn fyrst og fremst með auknum heimilisiðnaði, því hann hefir, eins og allar þjóðir hafa viðurkent, ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig menningarlega og siðferðislega þýðingu fyrir þjóð- irnar. Og ekki er þetta síður um okkur íslendinga en aðr- ar þjóðir, heldur frekar. því veldur, hversu aðalatvinnu- vegimir eru bundnir við vissa tíma ársins og veðráttu. Iðjusemi og sparsemi hefja menn á hærra stig menningar og siðgæðis. Heimilisiðnaðurinn blómgast best til sveita, þótt hann æ 11 i engu síður að vera til í kaupstöðum og fiskiverum. þegar um ullariðnað er að hæða, sem heimilisiðnað, ber að líta á þá fólksfæð, sem orðin er til sveita, og taka tillit til þess, að á sumum sviðum ullariðnaðarins, t. d. við kemb- ingu og lopun, eru vélar svo ákaflega afkastamiklar og yfirburðaríkar fram yfir mannshöndina, að sjálfsagt er að nota sem mest vélar til slíkra hluta. Vefnað og prjón ætti aftur á móti að iðka af alefli sem heimilisiðnað. Véla- iðnaður og heimiljsiðnaður geta þannig orðið samtaka og stutt hver annan, en mest er þó varið í þá stoð og upplyft- ingu, sem vélarnar geta veitt heimilisiðnaðinum. Prjón- aðar heimilisiðnaðarafurðir ættu ekki aðeins að fullnægja innanlandsþörf, heldur einnig að vera útflutningsvara, sem talsvert munaði um. Til þess er nauðsynlegt að kom- ast að því og gera almenningi ljóst með leiðbeiningum, hverjar ullarafurðir eru arðvænlegastar, og umfram alt, hvernig þær skuli gerðar. þennan leiðbeiningarstarfa ættu heimilisiðnaðarfélögin að hafa með höndum. Er hörmung til þess að vita, að varla fást í höfuðstað landsins vel gerð- ir íslenskir sokkar né með réttum stærðarhlutföllum. Heimaunnir dúkar geta að vísu verið góðir og hentug- ir til slitklæða í sveitum, en bæði er það, að heimilisiðn- aður mundi ekki fullnægja dúkaþörf landsmanna, og verksmiðju-unnir dúkar geta verið laglegri og því betur við hæfi margra manna, einkum í kaupstöðum. þessvegna er ullar-v e r k s m i ð j u-iðnaður einnig nauðsynlegur í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.