Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 38
82 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
komst þá niður í 12 lítra á sekúndu í báðum ánum til sam-
ans, en það samsvarar 7,2 hestöflum. Með tilliti til þess,
hve vatnið getur orðið lítið á þessum stað, og virkjunar-
kostnaður tiltölulega mikill, verða þær að teljast ónothæf-
ar fyrir rekstur kembivéla.
Við G i 1 j á má á einum stað í gljúfrinu, nokkru fyr-
ir ofan bæinn Stóru-Giljá, fá 14,5 m. fallhæð, með ca. 80
m. langri pípu. Vatnsmegnið var mælt 12 júlí, og var þá
um 4 m3 á sekúndu, en þá var frekar vöxtur í ánni. Geri
maður ráð fyrir minsta rensli, ca. V-i af þessu, eða 1 ten-
ingsmetra á sekúndu, þá má fá þarna um 150 hestöfl.
Stýflan í ánni verður nokkuð dýr, og örðugt að komast að
aflstöðvarhúsinu. Virkjun á þessum stað gæti ekki borg-
að sig eingöngu með tilliti til kembi- og lopavéla.
Álitlegasti staðurinn í Austur-Húnavatnssýslu mun
vera við Bjarnastaðalæk í túninu á Bjarnastöðum,
bæði með tilliti til vatnsafls og samgangna. Vatnsvirkjun
fyrir kembivélar yrði þar ódýr.
í Búðará á Reyðarfirði má fá 89 m. fallhæð með
445 m. pípulengd. Eftir þeim renslismælingum, sem gerð-
ar hafa verið, má sjá, að vatnsmegnið fer sjaldan niður úr
370 lítrum á sekúndu. Virkjunarkostnaður mundi verða
þarna kr. 79,000 fyrir 150 hestöfl, en kr. 69,000 fyrir 100
hestöfl, hvorttveggja án húss. Minni virkjun verður hlut-
fallslega dýrari og of dýr fyrir kembivélar eingöngu.
Á Vestdalseyri við Seyðisfjörð yrði virkjunar-
kostnaður fyrir 20 hestafla virkjun nokkru minni en á
Reyðarfirði, þó yrði hann of mikill til þess, að aðstaðan
geti talist þar hentug fyrir svo litla virkjun.
f Seyðisfjarðarkaupstað er rafveita, 75
hestafla, og stendur til að auka hana að minsta kosti um
helming. Ætti rafveitan þar að geta látið í té ódýrt afl
handa kembivélum. Ef hörgull er á raforku, einhvern
hluta sólarhringsins, má haga rekstrinum þannig, að tæt-
arinn og kembivélarnar vinni ekki samtímis þann tím-
ann, sem ljósaþörf er mest, því tætarinn er mun afkasta-