Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 48

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 48
42 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. og ef til vill langan tíma, og að bændur þeir, sem nú eru búnir að fresta byggingum í 9 ár, og ekki geta beðið leng- ur, þurfi að eiga snöggar gengisbreytingar og verðfall vof- andi yfir höfði sér, ef þeir ráðast í að reisa eitthvað af húsum sínum úr rústum. 3, Viðskiftalán. Svo sem kunnugt er, eru verslanirnar einu lánsstofn- anirnar, sem veita bændum viðskiftalán svo nokkru nemi. Á það ekki einungis við í þeim héruðum, sem engar láns- stofnanir hafa aðrar en verslanirnar, heldur einnig í þeim héruðum, sem eru svo að segja undir handarjaðri bank- anna. Auðvitað eru þetta leifar af gamalli venju frá þeim tímum, þegar verslanirnar voru einu lánsstofnanirnar, sem til voru í landinu. En síðan bankarnir fóru að starfa, hafa þær haldið sömu venjunni við með mikið greiðari lánveitingum til verslananna, en til viðskiftamannanna. Bændur, sem óhikað fá 1000 kr. vöruúttekt tryggingar- laust hjá hverjum. kaupmanni, fá ekki 100 kr. víxil í banka, nema með ábyrgðarmanni. Og jafnhá lán og menn geta fengið hjá kaupmönnum, fær allur þom bænda alls ekki í banka, nema gegn veði eða „krosstrygðri“ sjálf- skuldarábyrgð. Sumpart orsakast þetta af því, hvað bank- arnir eru fáir og viðskiftasvæði þeirra stór, svo að banka- stjórarnir geta alls ekki kynst til hlítar efnahag og per- sónulegum eiginleikum viðskiftamannanna. En hinsvegar gerir fjarlægðin viðskiftamönnunum alveg ókleift að sækja lánveitingar til bankanna, því að ferðakostnaður og fyrirhöfn við lántökuna, afborganir og framlengingar o. s. frv. gleypa svo mikið af lánsupphæðinni, að það borgar sig betur að fá vörurnar að láni hjá kaupmönnum og kaup- félögum, þó að þær séu mikið dýrari, en þær mundu kosta gegn peningaborgun. Til þess að ráða bót á þessu, þarf samstarf milli bank- anna og viðskiftamannanna. Að vísu eru bankarnir alveg einvaldir í þessu efni og geta skapað hvaða lánsfyrirkomu- lag sem þeim sýnist í landinu. Viðskiftamennimir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.