Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 49

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Blaðsíða 49
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 43 ekki nema tillögurétt um það, hvað þeim sé hagkvæmast. En auðvitað er það siðferðisleg skylda bankanna, að gera mönnum viðskiftin sem greiðust og kostnaðarminst, hugsa ekki einungis um sinn hag, heldur vinna að því, að skapa heilbrigt atvinnulíf og traust lánsfyrirkomulag í landinu. það fyrsta, sem þarf að gera, er að fjölga banka- útibúum. Fjármagn bankanna hefir vaxið mjög mikið á seinni árum. Sparisjóðsfé hefir runnið til þeirra af öllu landinu, og nú eiga þeir fé útistandandi um land alt. En viðskiftun- um er því nær öllum stjórnað úr Reykjavík. Bankaútibú eru ekki enn komin nema á fáum stöð- um, og með fremur litlu fjármagni. I stað þess að dreifa bankaútibúum sem víðast um landið, hafa bankarnir reist sitt útibúið hvor á sama staðnum, sem virðist alveg óþarft. Að minsta kosti ætti það ekki að eiga sér stað hér eftir, þegar yfirráð beggja bankanna eru að mestu komin í hendur landsstjórnarinnar. Einkum hlýtur það að vera hlutverk Landsbankans, að fjölga útibúum, þar sem hann er þjóðareign og heldur uppi landbúnaðarversluninni að mestu leyti. það má ekki minna vera en að komið verði upp einu bankaútibúi í höfuðkauptúni hverrar sýslu. Mætti stofna þau, með því fé, sem bankinn á nú útistandandi á hverjum stað, á þann hátt, að útibúin tækju við þeim skuldum, sem bankinn á nú hjá kaupfélögum, kaupmönn- um og einstökum mönnum í hverri sýslu. Aukið fjármagn þyrfti ekki fyrst í stað. Breytingin væri aðeins fólgin í því, að stjórnin ráði yfir því fé, sem bankinn á hvort sem er útistandandi út um land, yrði flutt úr Reykjavík og heim í héruðin. Viðskiftamennimir mundu sjálfir sjá um, að ílytja þangað það sparisjóðsfé, sem þeir kynnu að eiga í Reykja- vík eða annai’sstaðar, og þætti hagkvæmt, að fela sjóðun- um að .ávaxta, og mundu þá útibúin geta minkað skuld sína við aðalbankann í Reykjavík að sama skapi sem inn- lánin vaxa heima fyrir. Hlutverk bankaútibúanna ætti svo að vera það, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.