Neisti - 01.06.1968, Síða 6

Neisti - 01.06.1968, Síða 6
Skipulagsmálaþáttur Skipulagsmál A.S.T. hafa verið á dagskrá f rúman áratug. Á þingi síhu 1958 samþykkti A.S.f. stefnuyfirlýsingu í skipulagsmálum, sem kveður á um gerbyltingu á hinum gömlu skipulagsformum: hin gömlu félög skulu leyst upp og önnur mynduð á nýjum grundvelli starfsgreina og fram- leiðslugreina. Hér er um að ræða mikið örlagamál. Sæmileg eining hefur ríkt um stefnuyfirlýsinguna en framkvæmd hennar hefur reynzt íilkleif. Ljóst er, að skipulagsbreytingin verður ekki framkvæmd nema saman fari öflug leiðsaga forystu A. S. f. og vilji hins almenna félagsmanns f verka- lýðsfélögunum til að umskapa grunneiningar samtakanna. Þannig er það verkefni forystu Alþýðusambandsins á hverjum tfma að hagræða heildarskipulagi samtakanna á hverjum tfma, þannig að jafnan séu skil- yrði til þróunar neðan frá til umsköpunar grunneininganna sjálfra. Þær tillögur f skipulagsmálum, sem 30. þing A.S.f. hefur lýst yfir samþykki við, gætu talist áfangi á þeirri leið, að vinnustaðurinn verði smám saman grundvöllur félagseininga verkalýðssamtakanna. Hitt virð- ist jafnljóst, að eigi svo að verða, þarf forystaA.S. I.að sýna málinu vakandi áhuga og leggja mikið starf af mörkum. Annars blasir sú hætta við, að skipulagsmálin staðni á stigi landsambanda sérgreinafélaga. Skipulagsform verkalýðssamtakanna og baráttuhæfni þeirra eru þættir sem ekki verða aðskildir. Af þeim orsökum hefur ritstjórn Neista gefið þessum málum allstórt rúm hér fblaðinu. ómögulegt er að taka afstöðu til deilanna um skipulagsmál A.S.f. án þess að skoða þær á hverjum tfma f heildarsamhengi við stefnuyfirlýsinguna frá 1958. NEISTI tJtgefandi: ÆSKU LYÐS FYLKINGIN Ritstjóri: Leifur Jóelsson Ritnefnd: Haraldur S.Blöndal, Rafn Guðmundsson, Sigurður Tómasson LETUR s/f fjölritaði 6

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.