Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 29

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 29
ÞORSTEINN FRÁ HAMRI ^agan af hundt Hínríks markgrdfa Hinrik markgreifi af Vernizu erfði hund eftir föður sinn. Þetta var útmetinn hundur sem ekki mátti vamm sitt vita, enda gekk hann þess ekki dulinn að ætt greifanna var stolt, gáfuð og stórbrotin ætt. Hann gerði sig því aldrei sekan um að fella á hana skugga mað óþarfa útslætti. Þegar faðir Hinriks, Karl Vilhjálmur af Vernizu , fór út af heimilinu, sat hundurinn í við- hafnarstofunni innanum djásn og dýrgripi ættarinnar, hneigði sig fyrir gestum og svaf í himinsæng húsbóndans á nóttunni og var á alla lund staðgeingill hans svo leingi sem ekki þurfti að skera upp herör eða sinna skriftum. Nú lézt Karl Vilhjálmur á sóttar- sæng og var ákaft grátinn af þegnum sínum, en Hinrik tók lénið og arf allan eftir föður sinn, og fylgdi þar hundurinn. En þetta var annmörkum háð, því hundinum var ekki meira en svo um Hinrik af Vernizu. Hundurinn var samt þeirri stillíngu gæddur að hann vildi ekki gera lénsdæminu neina vanvirðu með of örum tilfinníngum. Þótt lítið bæri á, mun hann oft hafa orðið rjóður í kinnum þegar Hinrik var að velta sér á meltunni í himinsæng Karls Vilhjálms sáluga, grufla á dýrmætum silfurmunum hans eða máta á sigheið- ursmerkin. Hundurinn gat þá oft ekki varizt því að gánga út til að hrista höfuðið. Honum fannst Hinrik svo leiðinlegur að nú- orðið hafði hann varla geð i’ sér til að gefa þjónaliðinu merki um nauðþurftir sínar, heldur stalst útí hallargarð og lauk sér þar af með erfiðismunum. Hann varaðist það ekki að oft er í holti heyr- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.