Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 49
rekja frekar. SfiSast en ekki sist ber að nefna það starf sem unnið hefur
verið til undirbúnings nýrrar námsskrár fyrir hina bóklegu hlið iðnnáms-
ins« En það er ekki nóg að setja námsreglur og reglugerðir, ytri að-
stæður verða að breytast verulega til að hugsanlegt sé að framkvæma
þessar reglur og er hér átt við þær framkvæmdir sem hið opinbera
þarf að ráðst í. Byggja þarf nýja iðnskóla út um allt land auk þess sem
byggja þarf við iðnskólann hér í Reykjavík og er ravmar þegar hafist
handa um þá framkvæmd en byggingarhraðinn er óhugnanlega hægur.
Fjárveitingar til iðnskólanna eru svo bamalega lágar og auk þess er
þeim dreift um allt að engin von er til þess að hægt verði að koma þess-
um byggingum 1 notkim á næstu árum eða jafnvel áratugum og á meðan
það ekki tekst þurfa menn ekki að búast við verulegum breytingum frá
ríkjandi fræðslukerfi a. m.k. ekki úti um land. Nokkuð öðru máli gegn-
ir um Reykjavík. Þar er þegar fyrir hendi stórt og gott húsnæði sem
annað getur um nokkurt skeið bóklegu hlið þessa máls. Auk þess sem
hugsanlegt er að koma upp vísi að verknámsskóla 1 einhverju öðru hús-
næði til bráðabirgða og raunar er verið að gera tilraun með 1 húsnæði
Landssmiðjvmnar 1 vetur. Það skal þó tekið skýrt fram að með þessu
er ég ekki að hvetja til slíkrar lausnar þar sem ég tel að hún geti tafið
mjög verulega framtííSarskipan þessara mála. En má þá reikna með að
1 ljós komi nokkrar nýjungar á sviði kennslumálanna á næstunni hér 1
höfuðborginni ? Jú það er full ástæða til að ætla að á hausti komanda
gæti verulegra áhrifa frá hinum nýju lögum. Segja má að þegar séu
nokkur áhrif 1 ljós komin þar sem meistaraskóli hefur verið lagður nið-
ur 1 þeirri mynd sem hann hefur verið undanfarin ár, en mun taka til
starfa 1 haust sem dagskóli.
Hvað viðvíkur kennslu iðnnemanna 1 bóklegum greinum má gera ráð
fyrir því að á næsta skólaári verði um verulegar breytingar að ræða í
Iðnskólanum í Reykjavík. Hætt verður við hinn fáránlega langa kennslu-
dag og verður hann framvegis miðaður við 44 stunda vinnuviku eins og
tfískast á þeim vinnustöðum sem nemarnir eru á. Undanfarin ár hefur
kennsluvikan færst æ nær því” að verða 60 stundir á viku hverri. Hið
nýja fyrirkomulag hefur það að sjálfsögðu í för með sér að ekki verður
hægt að ljúka hverjum bekk á jafn skömmum tíma og verið hefur.
Þá kemur óhj ákvæmilega að þvi vandamáli sem gerir allstaðar vart
við sig þegar ræddar eru breytingar á ríkjandi kerfi. Hér er um að
ræða vanda sem verður að leysa og ég álit að viðunandi lausn fáist ekki
nemameð samningum við iðnnemasamböndin beint eða eftir öðrum leiðum.
Það kemur sem sé í* ljós að kjaramál iðnnema eru svo laus f reipunum
og íveigamiklum atriðum svo áfátt að óhugsandi verður, með nokkrum
árangri, að koma nýskipan iðnfræðslunnar í framkvæmd nema þar verði
ráðin bót á. Fjöldi spurninga kemur fram og krefjast svars m.a. þessar.
Fæst nokkur til að fara.i iðnnám upp á það að skólatiminn verði lengdur
að mun ? Er hægt að fá nemendur til náms \ lengri eða skemmri tíma
í verknámsskóla án þess að þeir séu á launum hjá síhum meistara?
Hægt væri að taka fjöldan allan af spumingum af svipuðu tagi en það
skal ekki rakið nánar að þessu sinni, enda hnígur þar allt að sama
brunni við það að kjaramál iðnnema verða að komast á öruggan grund-
49