Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 32
Orsakir og eðli
stétta ba ráttu n na r
BRYNJÓLFUR BJARNASON
Fræðsluerindi flutt á vegum Æskulýðsfylkingarinnar.
Eftir stórverkföll eins og það, sem nú er nýlokið, og ekki sizt meðan
á því" stendur, hevrir maður oft setningar eitthvað á þessa leið: Hvers
konar vitleysa er þetta eiginlega? Milljónum, tugmilljónum og hundruð-
um milljóna er kastað á glæ. Allir tapa. Þjóðfélagið gengur úr skorð-
um. Er þetta háttur viti borinna manna? Er þetta samboðið samfélagi
manna með alla þekkingu nútímans til umráða? Við getum öll lagst á
eitt til að hamla á móti náttúruhamlörum, afstýra þeim og bæta fyrir
það tjón, sem þau valda. En þegar við tökum upp á því að valda sjálf
engu minna tjóni, spilla milljónaverðmætum og gera okkur öllum lfilð
erfiðara, hvað er það þá, sem kemur yfir okkur? Hvers konar fyrir-
munun ?
Er ekki von að menn spyrji? Vissulega lftur þetta út eins og hrein vit-
firring. En hvers vegna högum við okkur svona? Það er nú spurningin.
Það er viðfangsefnið. Eða eins og þið haíið orðað það í sambandi við
þessa fundi okkar: Hver er orsök verkfalla og stéttabaráttti yfirleitt?
Atvinnurekendur og málgögn þeirra eru sffellt að predika fyrir verka-
mönnum að þeir eigi ekki að gera verkföll, það borgi sig ekki. Reynsl-
an sýni að árangurinn sé svo lftill, að það taki allt of langan tfma að
vinna það upp. Og verkamenn benda atvinnurekendum á, að f verkföllum
tapi þeir svo miklu, að það borgi sig miklu betur að verða við kröfum
verkalýðssamtakanna þegar f stað. En reynslan hefur sýnt að þetta hef-
ur engin áhrif. Sfðan verkalýðssamtök óg stórrekstur f eigu einstaklinga
komu tii sögunnar hér á landi, hefur verkföllum ekki linnt. Ár eftir ár
hefur áróðurinn um tilgangsleysi þeirra og skaðsemi verið sunginn f
öllum blæbrigðum. En ekkert hefur dugað til, áhrifin engin. Á örstutt-
um fresti hafa þau endurtekið sig. Og svona hefur þetta verið um allan
heim. Alla þessa öld og mikinn hluta hinnar síí5astliðnu hafa verkföll
verið daglegt brauð um allan heim, allsstaðar þar sem núverandi þjóð-
félag hefur teygt anga sfna. Enginn áróður, engar skynsamlegar fortöl-
ur hafa dugað.
32