Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 52
AnnaS verkefni: Launþegasamtökin verða að koma sér upp
stofnun 1 þvi skyni að meta, hvaða launahlutfall skuli vera milli
mismunandi stétta launþega. Sízt skal of lftið gert úr þeim erfið-
leikum, sem þvf fylgja. Slíkt starfamat er f rauninni heil fræði-
grein, en þó er enginn vafi á, að með kerfisbundnum aðferðum
og heilbrigðum grundvallarreglum er hægt að gera stórum betur
f þessu efni en nú er gert, þar sem furðulegt handahóf og rang-
læti ræður oft, hvernig einstökum starfsstéttum vegnar miðað
við aðrar. Mikilvægt er, að réttsýnir menn veljist til starfa-
matsins, en þó er hitt ennþá þýðingarmeira, að starfsfólkið
sjálft sé látið taka þátt f starfamatinu og fylgjast með þvf.
Ýmsir kunna að hafa ímugust á starfamati vegna þess, að sumir
talsmenn atvinnurekenda hafa mælt með þvf. Þetta eru auðvitað
engin rök út af fyrir sig. Ekki er óeðlilegt, að hagsýnir vinnu-
veitendur telji sér hag f að hlutfall milli launagreiðslna fyrir störf
fari eftir verðmæti þeirra. Hitt er svo annað mál, að skiljanlega
vilja þeir halda launum almennt sem lægstum, og þar skerst f
odda milli þeirra og launþega.
Hér er nauðsynlegt að skýra í stuttu máli, hvemig starfamat fer
fram, þó að lesendur verði að leita sér annarra heimilda, ef
þeir vilja kynna sér það nánar ( Sjá t. d. grein eftir Svein Bjöms-
son f 4.-5. hefti Iðnaðarmála 1962 ).
Fyrsta stigið er ýtarleg lýsing á hverju þvf starfi sem á að meta.
Þá má sfzt gleyma að spyrja um þann, sem starfinu gegnir.
Síban eru gefin stig fyrir hvert starf, og em þá metnir einstakir
þættir þess, en meðal þeirra eru til dæmis þessir þættir, ef um
skrifstofuvinnu er að ræða:
Hugsanlegur stigafjöldi
Menntunarþörf 100-500
Reynsla 100-500
Fjölþættni starfs 100-500
Andleg áreynsla 15- 60
Sjónbeiting 15-60
Líkamleg áreynsla 15- 60
Aðbúnaður við vinnu 20- 60
Ábyrgð á skýrslugerð 0-100
Verkstjóm 0-150
Ábyrgð á fjárreiðum 0- 80
52