Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 8

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 8
SKIPULAGSBREYTING ER NAUÐSYN Öllum hugsandi mönnum í verkalýðssamtökunum er ljós nauðsyn þess, að samtökin hagi skipulagi sínu og starfsháttum á hverjum tíma þannig, að afl það, sem þau geta ráðið yfir, nýtist sem bezt fólki því, er samtökin skipa, til hagsbóta. Þeir, sem viðurkenna þessar augljósu staðreyndir, hljóta einnig að gera sér grein fyrir því, að núverandi skipulag — eða öllu heldur skipulagsleysi — samtakanna, er ekki í neinu samræmi við þá atvinnubyltingu, sem átt hefur sér stað hér á landi síðustu áratugina. Sú þróun verður ekki stöðvuð. Þvert á móti hlýtur tækniþróunin að segja til sín hér á landi í vaxandi mæli á næstu árum, nýjar atvinnugreinar að koma upp og verkaskipting að aukast, jafnframt því sem atvinnuskipting þjóðarinnar hlýtur að taka enn stórfelldum breytingum. Ætli verkalýðssamtökin að vera hlutgeng í því þjóðfélagi, sem þannig er að mótast, verða þau að aðhæfa sig þessari þróun, skera af sér van- kanta, sem þegar eru í ljós komnir, og byggja skipulag sitt og starfshætti þann veg, að samtökin geti mætt hverjum nýjum viðhorfum með fullum styrk. Hér er ekki nægjanlegt, að samtökin geti aðlaðað sig breyttum að- stæðum. Þau þurfa að vera á undan þróuninni, gera sér á hverjum tíma grein fyrir hvert hún stefnir og haga viðbrögðum smum samkvæmt þvi. Aðeins með þeim hætti geta verkalýðssamtökin tryggt meðlimum sínum rétta hlutdeild í þeim vaxandi framleiðsluverðmætum, sem tækniþróunin á að hafa í för með sér. Viðtal vid Björn Jónsson formann Verkalýðsfélagsins Einingarinnar á Akureyri. " Varð grundvallarágreiningur um skipulagsmálin á framhaldsþingi Alþýðusam- bandsins s.l. janúar? " Grundvallarágreiningur var a.m.k. á milli þeirra sem stóðu að áliti skipulags- nefndarinnar og hins vegar þeirra sem greiddu atkvæði gegn ályktuninni og voru fulltrúar fyrir um 4000 meðlimi. Agreiningurinn var fólginn íþv£ að minnihlut- inn er ekki þeirrar skoðunar, að landssambönd eigi verulegan rétt á sér, og telur, að svæðasambönd eigi að vera uppistaðan \ samtökunum. Hins vegar voru einnig skiptar skoðanir meðal þeirra sem samþykktu stefnuyfir- lýsinguna i'-þinglok. Fyrir þinginu lá sem umræðugrundvöllur uppkast að nýjum lögum. Þessi umræðugrundvöllur hafði verið samþykktur af 28 manna nefndinni, en gat ékki skoðast sem bein tillaga og hcföu einstakir nefndarmenn því óbundnar hendur um.afstöðu til einstakra atriða í frumvarpinu. Verkefnið sem nefndinni hafði verið ætlað að lcysa á grundvelli ályktana fyrri hluta þingsins reyndist bæði erfiðara og tímafrekara en svo að henni tækist að ljúka því á viðunandi hátt. Hins vegar tel ég líklegt að ef meiri tími og vinna hefðu 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.