Neisti - 01.06.1968, Síða 28

Neisti - 01.06.1968, Síða 28
sjálf upp efnahagslíf okkar og atvinnuvegi og laga þá að getu og þörfum okkar. Ef við lítum á undanfarin ár sjáum við að okkur hefur hnignað að þessu leiti. At- vinnutæki f grundvallaratvinnuvegi okkar fiskframleiðslunni hafa gengið úr sér og stórum fiskiskipum fækkað. Þetta.er þó sá grundvöllur, sem við verðum að byggja á um ófyrirsjáanlega framtíð. Eru líkur til þess, að við fáum einhverja úrbót á þessu með inngöngu f efnahagsbandalögin? Nei.síður en svo. Við ættum þar f harðri samkeppni við þær þjóðir, sem við værum fbandalagi við. Við fóll- um ekki inn f þessi markaðsbandalög vegna þess m. a., að búskaparhættir okkar eru ekki á því stigi að við getum staðist samkeppni við þær háþrpuðu iðnaðarþjóðir með mikið fjármagn á bak við sig, sem við hér yrðum að keppa við, og innganga 1 bandalögin yrði beinlinis hemill á þeirri alhliða þróun, efnahagsuppbyggingar í landinu, sem okkur er líísnauðsyn. Auk þess er ekki æskilegt fyrir smáþjóð eins og Islendinga að tengjast auðhringum V-Evrópu og verða þeim háð um allan sinn efnahag, og frá sósíalisku sjónarmiði verður það að teljast spor aftur á bak. Þegar litið er á þróunina sem orðið hefur f Vestur-Evrópu undanfarin ár er ástæða til þess fyrir íslenzkan verkalýð að lita með tortryggni til þeirra efnahagssam- steypu, sem nefnd eru efnahagsbandalög. föllum þeim löndum, sem þessi banda- lög ná til er nú og mun verða um ófyrirsjáanlegan tima mikið atviimuleysi. Efna- hag þessara landa fer mjög hrakandi og þá að sjálfsögðu allri afkomu almennings. Viðhorf fólks markast æ meir af þeim viðhorfum, sem kennd eru við kreppu. Ýmsir hagfræðingar reyna að visu að berja það inn 1 fólk, að þetta geti ekki ver- ið, þar sem kapitaliskt hagkerfi ráði nú yfir svo öruggum vamarráðum við þess- ari meinsemd að kreppuástand sé óhugsandi. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar hinna lærðu hagfræðinga veit almenningur ekki önnur nöfn á þessu fyrirbrygði, sem nú breiðist yfir hinn vestræna heim, og hefur þegar búist til vamar gegn stöðugt vaxandi atvinnuleysi og versnandi lífskjörum. Þetta er hið sameiginlega hlutskipti launafólks í hinum vestræna heimi 1 dag, og svar sósialista er eitt og hið sama alls staðar. Búist til varnar lífskjörum ykkar og undirbúið sókn á hendur þvi skipulagi, sem aðeins getur lifað á arðráni og manndrápum. fslenzkir sósíalistar komast ekki hjá því frekar en annað forystulið verkalýðs- ins að skipuleggja verkalýð og annað launafólk til baráttu fyrir verndun réttinda sinna og til sóknar á hendur þvf fslenzka auðvaldi, sem f ábyrgðarleysi viðreisn- arinnar hefur kippt grundvellinum undan lífsafkomu þess. fslenzkur verkalýður hefur ekki þá reynzlu af fslenzku auðvaldi að hann treysti þvf fyrir tilvem sinni. Hann veit af langri reynzlu, að fslenzkir atvinnurekendur eru ófærir til þess að stjóma framleiðslu þjóðarinnar hvort heldur er á tfmum velgengni eða kreppu, og hann veit að því aðeins getur hann vænst árangurs af baráttu sinni að hann skipuleggi sókn sfna og vöm f órofa samstöðu innan sam- taka sinna. fslenzk alþýða mun ekki gugna fyrir þeim erfiðleikum, sem að henni steðja held- ur harðna f baráttunni og treysta þau samtök, sem hafa sýnt að þeim er treyst- andi til að leysa þau verkefni, sem að kalla á hverjum tfma. f nær þrjá áratugi hefur Sameiningarflokkur alþýðu og á undan honum Kommún- istaflokkur fslands f einn áratug, megnað að leiða fslenzkan verkalýð f barátt- unni fyrir bættum lffskjörum og haldið vakandi hugsjón sósfalismans. Þær hug- sjónir eru mál dagsins f dag. Þær knýja á með vaxandi styrk hjá fslenzkri æsku f dag, og þá fyrst og fremst hjá sósfaliskri æsku, forystusveit þess verkalýðs sem nú ieitar lausnar á vandamálum sínum. Kneirn 28

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.