Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 27

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 27
sókn hins bandaríska, og árið 1958 var myndað bandalag fjármálamanna og auð- hringa f Vestur-Evrópu, svo nefndur sameiginlegur markaður eða Efnahagsbanda- lagið. Þetta voru merki þess, að Vestur-Evrópa væri að ná sér á strik efnahags- lega og baráttan hafin við hið bandaríska fjármagn og einræði þess f Vestur-Evrópu. Frakkar höfðu hér forystu. - Samhliða þessu bandalagi reis svo upp annað markaðsbandalag 1 Vestur-Evrópu, svo nefnt Fríverzlunarbandalag undir forystu Breta. Tengsl Breta við Bandarík- in ollu þvi að Frakkar litu Fríverzlunarbandalagið homauga og töldu að það væri til stuðnings áhrifavaldi Bandaríkjanna \ Evrópu. Það kom þva fljótt \ ljós að þessi skipting fjármagnsins \ Vestur-Evrópu var ekki sem heppilegust, og Fríverzlunar- bandalagið fór brátt að gera tilraunir til þess að fá inngöngu \ Efnahagsbandalagið enda var framtíð Fríverzlunarbanáalagsins orðin næsta ótrygg. Andstæðumar innbyrðis milli þeirra ríkja sem að Fríverzlunarbandalaginu stóðu voru miklar og litlar líkur á því” að það fengi staðizt til lengdar með þvf skipulagi sem á þvf var. Tilraunir til sameiningar þessara tveggja bandalaga hafa þó ekki borið árangur enn sem komið er, en það hefur verið talið sök Frakka fyrst og fremst, og vist hafa þeir opinberlega veitt harðasta andspymu. Fleira kemur þó'hér til. Vestur- Þjóðverjar munu ekki vera mjög ginkeyptir fyrir upptöku Breta 1 bandalagið. Hemaðarstyrkur Vestur-Þjóðverja eykst stöðugt, og þeir hafa enn augastað á þýskri yfirdrottnun í Evrópu. Þeir hafa þvf ekki mikinn áhuga á þvf að efla áhrif helztu stuðningsmanna Bandaríkjanna f Evrópu. Hinsvegar geta V-Þjóðverjar ekki treyst öðrum betur en Bandaríkjunum f þeirri viðleitni sinni að gleypa hið A-Þýska alþýðulýðveldi, og þvf verða þeir að fara gætilega gagnvart umsókn Breta um upptöku f Efnahagsbandalagið. Þó þeir séu ekki líklegir til þess að veita þeim mjög skeleggan stuðning. Hinar stóru markaðsheildir Vestur-Evrópu eru því enn f mótun og samfærsla kapitalsins í Vestur-Evrópu er f fullum gangi, en hverskonar fyrirbæri er þá hér um að ræða. Er þetta eitthvað alveg nýtt að fjármálaauðvaldið myndi skipulögð samtök til þess að viðhalda síhum mörkuðum og ráða framleiðsluháttum þjóða, sem skemmra em á veg komnar í efnahagslegri þróun? Síður en svo. Þetta fyrir- bæri er jafn gamallt kapitalisku hagkerfi og óhjákvæmilegur hluti af þvf. Auðhringarnir leita nýrra og nýrra ráða til þess að viðhalda einokunarstöðu sinni á mörkuðunum, og svffast einskis. Nú stynja hinar vanþróuðu þjóðir undan þvf helsi sem stórkapitalið leggur á þær með þvf að ræna þær hráefnum sfnum og selja þeim svo fullunna vöru á verði, sem er ofvaxið veikri fjárhagsgetu þeirra. Þannig halda hin háþróuðu auðvaldsríki hinum vanþróuðu þjóðum á sfnu frumstæða þróunarstigi og vama þeim að nota auðlindir sfnar til uppbyggingar sfnum eigin efnahag, og veita orku sinni þannig eðlilega framrás. Við fslendingar erum oft taldir til hinna vanþróuðu þjóða, og svo er undanfarandi "Viðreisn" fyrir að þakka að nú erum við ver á vegi staddir efnahagslega, en við vorum fyrir einum áratug. Eru nú nokkrar líkur til þess að efnahagsbandalög hinna háþróuðu Iðnaðarþjóða Vestur-Evrópu geti bjargað við búskap okkar eða búskaparháttum, og er æskilegt að tengjast auðhringum Vestur-Evrópu f þessu skyni ? Engin getur ráðið búskaparháttum þjóðar svo vel fari nema hún sjálf. Við verðum því að treysta á okkur sjálf f þessu efni. Treysta á orku okkar, mannafia og auð- lindir til þess að geta búið f okkar eigin landl. En til þess verðum við að byggja 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.