Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 10

Neisti - 01.06.1968, Blaðsíða 10
vikum að ná því marki að vinnustaðurinn verði grundvöllur félagseininganna. Ég vil ekki segja að hið nýja skipulag sem nú virðist á næsta leiti muni útiloka þróun í þá átt, en augljóst virðist, að það mun taka langan tíma og mikið starf að yfir- vinna þá erfiðleika sem blasa við. Tilfinningasemi og torti'yggni virðist svo erfið- ur þröskuldur að allvíða virðist útilokað að stíga jafn sjálfsagt skref í þessa átt eins og að sameina verkalýðsfélög, sem vinna 1 sömu starfsgreinum og nú eru aðskilin X félög karla og kvenna. " Heldurður að unnt væri að leggja meiri áherzlu á breytingar neðanfrá, þ. e.s. umsköpun grunneininganna sjálfra? " Ég tel vafalaust að það sé unnt, en til þess þarf stóraukið fræðslustarf og \ kjöl- far þess aukinn skilning á öllu eðli verkalýðssamtakanna og þeirri baráttu sem þeim er gert að heyja. Ég álíi hugsanlegt að kynslóðaskipti X forystunni væri e.f.v. líka nauðsynleg. Onnur kynslóð skilningsbetri á aðstæðurnar X þjóðfélaginu sem hún hefur alist upp í gæti fremur rutt tilfinningasemi og fordómum \ afstöðu til róttækra skipulagsbreytinga úr vegi. Meðan slík tilfinningasemi og fordómar eru fyrir hendi er það staðreynd sem verður að taka meira eða minna tillit til og ekki verður sneitt hjá. " Hvemig heldurðu að starfið X grunneiningmium verði bezt eflt við ríkjandi skipu- lagsform ? " X yfirlýsingu fyrri hluta síðasta þings var á það drepið, að nauðsyn bæri til þess að gera átak og áætlun um stækkun félagssvæða og aðrar " tiltækar aðgerðir " til að treysta starfsgrundvöll félagseininganna. Segja má að lagafrunjvarpið sem til umræðu var á síðara hluta þingsins hafi ekki tekið á þessu máli, sem ég tel þó að sé 1 rauninni grundvallaratriði fyrir alla framtíð hreyfingarinnar. Þær köldu staðreyndir blasa við okkur að starfsemi félagseininganna er á margan hátt ábótavant. X bezta falli er starfsemin svo til einskorðuð við kaupgjaldsmál 1 þrengstu merkingu og ákaflega fátílt er að einstök félög hafi þrótt X sér til að sinna miklu öðru en þeim málum og formsatriðum \ þvi sambandi. Fræðslustarfsemi og önnur menningarleg og félagsleg viðfangsefni liggja svo til algerlega 1 láginni, en lifandi verkalýðshreyting á sér ekki langa framtíð án þess að þau mál verði fastur og stór þáttur X starfsemi félaganna. Ég tel höfuðnauðsyn, að verkalvðshreyfingin og forysta hennar geri sér grein fyr- ir þeim hættum sem liggja X vanrækslu grunneininganna og snúist við vandamál- inu X tíina. Vafalaust eru hér að verki ýmis vandkvæði svokallaðra velgengnistíma síðari ára, tímaskortur sakir óhæfilega langs vinnutíma, en mín skoðun er sú að margt mætti bæta X þessum efnum ef forysta samtakanna bæri gæfu til að taka fastar á þessum málum. Við nútimaaðstæður er veruleg stækkun félagssvæðanna samhliða breytingum á fjármálakerfi samtakanna vafalaust grundvallaratriði. Fræðslustarf þarf að stórauka með útgáfustarfsemi tímarita, bæklinga o. s.frv. og einnig er orðiö nauðsynlegt að heildarsamtökin stofni skóla og skipuleggi nám- skeið fyrir verðandi forystumenn sma og starfsmenn. Þá tel ég, að ef okkur á að takast að vekja áhuga unga fólksins fyrir málefnum verkalýðshreyfingarinnar verði á ýmsum sviöum að víkka út starfsemina. Ég álft að ef ekki verði gert stór- átak 1 þessum efnum í’framtíðinni, þá sé súhætta yfirvofandi, að þegar sú áhuga- mannakynslóð, sem nú er 1 bezta falli á miðjum aldri, hefur gengið sér til húðar, 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.