Neisti - 01.06.1968, Síða 36

Neisti - 01.06.1968, Síða 36
engin starfsgrein geti hækkað raunverulegt kaup sitt nema á kostnað vinnandi manna 1 annarri starfsgrein. Samkvæmt þvf ætti Alþýðusamband- ið og opinberir starfsmenn að vera römmustu andstæðingar. Öll stétta- baratta ætti að vera misskilningur og vitleysa nema baráttan milli hinna einstöku starfsgreina hinna vinnandi stétta. Þessi kenning byggist aftur á þeirri kenningu að verðmætisaukinn sé ekki til, í þjóðfélaginu sé því enginn gróði til, sem byggist á vinnu annarra maxma. Svona er hægt að rugla fólk f rfminu, ef það kann ekki einföldustu skil á eðli og lögmálum þess hagkerfis, sem það býr við. Nú sjáum við það fyrir okkur, að það er til óhemju auður 1 þessu þjóð- félagi, þrátt fyrir allt skipulagsleysi þess og glundroða. Menn hafa ráð á að reisa sér ævintýrahallir og lifa 1 taumlausu óhófi. Milljónungum skýtur upp eins og gorkúlum. Langmest af þessum óhemju auði er 1 hönd- um kaupsýslumanna og braskara. Hvaðan er þá þessi óhemju auður runn- inn? Það liggur f augum uppi að ekki skapast nein ný verðmæti t.d. af heildsölu og húsabraski. Jafnvel hagfræðingar og stjórnmálamenn borgara- stéttarinnar halda þvi ekki fram. Þessi auður hlýtur þvi að eiga uppsprettu síha 1 framleiðslunni, vera skapaður af vinnu verkafólksins og þá ekki sízt af vinnu þess fólks, sem vinnur við útgerðarfyrirtæki enda þótt þau séu stundum rekin með halla. Eftir hvaðaleiðum hefur hann komizt 1 hendur þessara manna? Það verður líka augljóst ef við athugum nokkr- ar staðreyndir 1 okkar þjóðfélagi, sem vitað er um. f sumum greinum sjávarútvegsins er oft mikill gróði þótt hluti hans sé tekinn með halla. Til dæmis hafa frystihúsin, að minnsta kosti þau sem eru sæmilega f sveit sett og á tæknilega háu stigi, mjög oft haft riflegan gróða og sama er að segja um þá aðila, sem skipta við útgerðina. Olíúfélögin græða miklar milljónafúlgur árlega, sama er að segja um vátryggingarfélög og skipafélög, sem flytja fisk á markað o. s.frv. Bankarnir græða óhemju fé, og ekki má gleyma að hið opinbera innheimtir skatta, sem samtals hafa stundum ekki numið minna en 2/5 þjóðarteknanna og aftur er útbýtt til ýmsra aðila f þjóðfélaginu. Mikill hluti þeirrar fúlgu fer til atvinnurekenda sem uppbót fyrir gróða, sem brugðist hefur með venjulegum kapftaliskum hætti. Þetta eru aðeins fá dæmi. Þetta veldur óheyrilegum kostnaði við útflutningsframleiðsluna, sem hefur oft valdið talsvert miklum hallarekstri 1 ýmsum greinum hennar um stund, og er notað sem röksemd þess, að nauðsynlegt sé að lækka kaupið með ein- hverjum hætti. Og þama er kominn verðmætisaukinn, sem átti að vera rokinn út f veður og vind. Að hallarekstur skuli koma einmitt þama fram, stafar af því, að fiskafurðir eru að langmestu leyti seldar á erlendum markaði. Þess vegna er gripið til þess ráðs að lækka gengið hvað eftir annað. Að verkafólkið fær ekki nema tiltölulega litinn hluta af vinnuafköstum sfnum sýna bezt þær upplýsingar, sem birtar eru f " Leið fslands til sósfalismans ". Þjóðartekjumar eru þó áreiðanlega miklum mun hærri en skýrslur segja til um. Kapftalismi og sósfalismi. Niðurstaðan er þvf þessi: Auðvaldsskipulagið er orsök stéttabaráttunnar. Stéttabaráttunni verður 36

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.